Innlent

Jón Gnarr átti trúnaðarfund með Hönnu Birnu

Jón Gnarr fagnar. Hann átti líka trúnaðarfund með Hönnu Birnu í vikunni.
Jón Gnarr fagnar. Hann átti líka trúnaðarfund með Hönnu Birnu í vikunni.

Jón Gnarr átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, í vikunni. Þar var henni boðið, samkvæmt heimildum Vísis, að taka sæti forseta í nýrri borgarstjórn.

Þegar tilboðið var borið undir Jón Gnarr sagðist hann ekki geta tjáð sig um það í ljósi þess að fundurinn sem hann átti með Hönnu Birnu hafi verið í trúnaði.

Hann segir verkaskiptingu innan borgarstjórnar verða tilkynnta á þriðjudaginn næsta með pompi og prakt. Þá verður haldin borgarstjórnarfundur.

Hanna Birna hefur ekki þekkst boðið samkvæmt heimildum Vísis.




Tengdar fréttir

Vilja að Hanna Birna verði forseti borgarstjórnar

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, að gegna embætti forseta borgarstjórnar á næsta kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×