Innlent

Vilja aflétta launafrystingu

Sjúkraliðar segja félagsmálaráðherra lýsi opinberum kvennastéttum stríði á hendur með launafrystingu.
Sjúkraliðar segja félagsmálaráðherra lýsi opinberum kvennastéttum stríði á hendur með launafrystingu.

Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélagsins krefst þess að frystingu launa sjúkraliða verði aflétt. Launin hafi staðið í stað síðan samningar urðu lausir fyrir 14 mánuðum síðan. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í gær segir meðal annars að félagsmálaráðherra lýsi opinberum kvennastéttum stríði á hendur með launafrystingu.

Gagnrýnt er að ráðherra skapi hefðbundin karlastörf með byggingu húsa eins og nýs sjúkrahúss og greiði þau störf með frystingu launa og kjaraskerðingu sjúkraliða og annarra láglaunastétta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×