Fleiri fréttir Tíðindalítið á gosstöðvunum Ekkert hefur sést til gosstöðvanna á Eyjafjallajökli í dag. Af og til mælast stöku litlir skjálftar undir og við toppgíginn og eru þeir yfirleitt grunnir, að því er kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans. 10.6.2010 16:36 Mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu við fatlaða og lífsafkomu öryrkja. Stjórnin býður ríkisstjórninni aðstoð við að forgangsraða við fjárlagagerð næsta árs með jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi og þannig að koma megi í veg fyrir frekari skerðingar í velferðarkerfinu. 10.6.2010 16:06 Mannslát: Ekkert bendir til árásar Ekkert bendir til þess að karlmaður sem lést í Grafarholti í morgun hafi orðið fyrir árás sem leiddi til andláts hans. 10.6.2010 15:56 Mikið um björgunarstörf á Suðurnesjum Annríki hefur verið síðustu daga hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum við hin ýmsu verkefni. Verkefnin hafa bæði verið á sjó og landi. Þannig hafa björgunarmenn náð í sauðfé í sjálfheldu í Krýsuvíkurbjargi og þá hafa smábátar verið í vanda um allan sjó samkvæmt fréttasíðu Víkurfrétta, vf.is. 10.6.2010 15:34 Fótspor þúsunda kvenna til sýnis 10.6.2010 14:41 Þarf að reyksprengja húsgögnin eftir svartan myglusvepp „Þeir lofuðu að hreinsa það sem hægt er að bjarga og koma því heim. En það var ekkert meira, þeir voru ekki að bjóða mér bætur eða niðurfellingar eða eitthvað svoleiðis," segir Margrét Andrésdóttir, einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudaginn þurfti Margrét að yfirgefa húsnæði sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað útvegaði henni eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig. Margrét missti nánast allt innbúið sitt og hún og börnin hennar urðu mikið veik í kjölfarið. 10.6.2010 14:34 Hjón sektuð fyrir að nota litaða díselolíu Hjón voru sektuð í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að hafa notað litaða díselolíu í stað bensíns. Um er að ræða brot á lögum um olíugjald og kílómetragjald. Lögreglan stöðvaði þau á Hrísmýri á Selfossi í janúar síðastliðnum. 10.6.2010 14:15 Fimm hjálparstarfsmenn á Haítí Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, kom til Haítí í dag þar sem hann mun starfa næstu vikur fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú fimm hjálparstarfsmenn á jarðskjálftasvæðinu, þar sem enn ríkir mikil og sár neyð. 10.6.2010 14:07 Pilturinn fundinn - var sofandi í bíl Piltur sem leitað hefur verið að í morgun og í dag er fundinn heill á húfi. Fannst hann í bifreið við sveitabæ um 5 kílómetrum frá sumarbústaðnum þar sem síðast sást til hans. Bóndinn á bænum fann piltinn sofandi í bílnum. 10.6.2010 13:42 Þriðjungur sendi Íslands-kynninguna Níu af hverju tíu svarendum í könnun MMR um viðhorf og þátttöku almennings í „Inspired by Iceland“ átaki ferðaþjónustunnar telja átakið vel heppnað. 10.6.2010 12:58 Segir Björn Val naga gamalt bein Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins og frambjóðenda flokksins. Björn Valur hóf umræðu um styrki Landsbankans og FL-Group til Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í hádeginu. 10.6.2010 12:40 Árni Þór Sigurðsson: Ég er ekki frú „Forseti vekur athygli þingmannsins á að sá forseti sem hér stendur er ekki orðinn frú ennþá,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, varaforseti Alþingis, þegar hann gerði athugasemd við ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. 10.6.2010 12:23 Flestir sleppa við að borga skatt af lánaleiðréttingu Fólk mun ekki þurfa að greiða skatt af leiðréttingu bíla - og íbúðalána - nema þeir einstaklingar sem hafa fengið yfir tíu milljónir króna afskrifaðar, og þau hjón sem hafa fengið yfir 20 milljónir króna niðurfelldar. Þetta kemur fram í frumvarpi sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. 10.6.2010 12:05 Leitin engan árangur borið - 140 manns leita Um 140 björgunarsveitamenn af svæðinu frá Mosfellsbæ að Höfn í Hornafirði leita enn að Viktori Sigvalda Björgvinssyni sem fór frá sumarbústað í Landbroti í nótt. Leitin hefur engan árangur borið. Viktor Sigvaldi, sem er á tvítugsaldri, var við gleðskap í sumarbústað í nótt en fór þaðan á fjórða tímanum og hefur ekkert spurst til hans síðan. 10.6.2010 12:04 Morðið í Keflavík: Farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðahalds yfir Ellerti Sævarssyni sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana í Keflavík 8. maí síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir Ellerti rennur út 14. júní. 10.6.2010 12:00 Styður ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 10.6.2010 11:56 Mannslát: Litlir yfirborðsáverkar Karlmaður á fertugsaldri, sem fannst látinn á gangstétt í Grafarholtinu í morgun, var með litla yfirborðsáverka og margt bendir til þess að hann hafi fallið fram fyrir sig samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10.6.2010 11:53 Björn Valur: Siggi Kári skynjar ekki umhverfi sitt „Þetta kemur verulega á óvart. Ég skildi Sigurð Kára þannig að hann væri búinn að upplýsa um öll sín mál," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007. 10.6.2010 11:42 „Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10.6.2010 10:48 Fannst látinn á gangstétt í Grafarholti Karlmaður á milli þrítugs og fertugs fannst látinn á gangstétt í Grafarholtinu snemma í morgun. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maður sem var á leiðinni til vinnu hefði komið auga á líkama mannsins á gangstéttinni og gert lögreglunni viðvart. 10.6.2010 10:34 Lögregla lýsir eftir Viktori Sigvalda Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Viktori Sigvalda Björgvinssyni. Hann fór frá sumarbústað í Landbroti um þrjú leytið í nótt. 10.6.2010 10:23 Kæra tefur framkvæmdir við Búðarháls Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, sem mikilvægt þótti að vinna í sumar, tefjast vegna niðurstöðu kærunefndar og hefjast í fyrsta lagi í haust. Niðurstaðan er vonbrigði fyrir Landsvirkjun, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 10.6.2010 10:04 Braust inn á meðan fólkið svaf Innbrotsþjófur var handtekinn í Vogahverfi í morgun en hann hafði farið inn um glugga og stolið tölvu á meðan heimilisfólkið svaf. Fólkið varð mannsins vart og gerði lögreglu viðvart sem handtók hann í nágrenninnu og flutti í fangageymslur. Þá fékk lögregla tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í vesturbæ Reykjavíkur en þar sást til tveggja manna sem voru að kíkja inn í bíla og inn um glugga húsa. Þegar lögregla hafði upp á þeim höfðu þeir rænt tveimur reiðhjólum og voru þeir því handteknir. 10.6.2010 08:47 Björgunarsveitir leita að illa klæddum manni í Landbroti Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leita nú manns sem saknað er í Landbroti. 10.6.2010 08:28 Fjórtán ára kærir nauðgun Tvær nauðganir hafa á síðustu dögum verið kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 10.6.2010 07:00 Mikið tjón í bruna á Selfossi Mikið tjón varð í bruna þegar eldur kom upp í trésmíðaverkstæðinu Selósi á Selfossi um klukkan tíu í gærkvöldi. Lagði þykkan illþefjandi reyk yfir bæinn og var útlitið ekki gott þegar slökkvilið kom á staðinn að sögn Kristjáns Einarssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið lauk störfum um klukkan hálfþrjú í nótt og síðan þá hefur svæðið verið vaktað af lögreglu en rannsókn á orsökum brunans hefst í dag. Talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp í lakkklefa. 10.6.2010 06:53 Fulltrúi ríkis í stjórn Arion skilar ekki ársreikningum Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka á og gegnir stjórnarformennsku í eignarhaldsfélagi sem hefur aldrei skilað ársreikningi. 10.6.2010 06:30 Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10.6.2010 06:00 Sigurður Kári neitar að gefa upp styrki Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007. 10.6.2010 06:00 Tvískiptingin lifir góðu lífi Tekist var á um oddvitasætið í borginni og hafði Einar Skúlason þar betur en Óskar Bergsson. Engan veginn hefur gróið um heilt á milli þeirra, eða stuðningsmanna þeirra, og ljóst er að mikið verk er fyrir höndum ef sameina á flokksmenn í Reykjavík. Trúnaðarmenn hafa þó hist að kosningum afstöðnum. 10.6.2010 05:00 Fréttaskýring: Ísland þykir hentugt fyrir umskipunarstöð Fjöldi vísindamanna telur að íshellan á norðurpólnum sé að hverfa vegna hlýnunar sjávar. Hér heima eru allmörg ár síðan Þór Jakobsson veðurfræðingur tók að vekja athygli á þeim tækifærum sem bráðnun íssins hefði í för með sér fyrir siglingar. Þessa möguleika hefur Robert Wade, prófessor við London School of Economics, sagt skýra vinsamlegt viðhorf Kína til Íslands, smáríkis í norðri. 10.6.2010 05:00 Þrír starfsmenn ráðnir til Hörpu Ráðið hefur verið fólk til að halda utan um ráðstefnur, ljósabúnað og hljóðstjórn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík. 10.6.2010 04:45 Fólkið heyrir ekki í stjórninni Meðan þúsundir heimila sjá skuldir sínar aukast sýnist þeim að lítið sé að gert til að hjálpa þeim, á sama tíma og stórfyrirtæki fá risaskuldir afskrifaðar. Þetta segir séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. 10.6.2010 04:00 Þjóðhagslega hagkvæm aðgerð 10.6.2010 03:30 Hreiðrar um sig á flotbryggju Verið er að setja niður flotbryggju ásamt landgangi í fjörunni við Staðarhöfn í Reykhólasveit. Við framkvæmdirnar er notaður stór krani og loftpressa með tilheyrandi hávaða og umferð manna. 10.6.2010 03:15 Áhugaverð bók um Íslandssögu Harðasta áhugafólk um íslenska sögu og menningu gæti átt erfitt með sig við lestur bókar Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings um þjóðina í félagssögulegu samhengi frá fyrri öldum og fram yfir bankahrun. 10.6.2010 03:00 Keppa fyrir málstaðinn Íslandsdeild Amnesty International efna til vináttuleik í knattspyrnu næstkomandi sunnudag. Leikurinn er til stuðnings Stand Up United, alþjóðlegu keppnisliði sem berst fyrir mannréttindum um allan heim. 10.6.2010 03:00 Rifu í hár og potuðu í auga Tveir menn á fertugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að valda óspektum á almannafæri á Patreksfirði á síðasta ári. Þeir hafi verið „mjög æstir og ögrandi í framkomu við nærstadda", svo til ryskinga hafi komið. 10.6.2010 03:00 Fyrsta hrefnan gefin fátækum Útgerð og áhöfn hrefnuveiðibátsins Drafnar RE gaf Mæðrastyrksnefnd fyrstu veiddu hrefnu skipsins á yfirstandandi vertíð í gær. Hrefnuveiðimenn ehf. sáu um að koma kjötinu í neytendaumbúðir. Hrefnan gaf af sér um 800 kíló af kjöti. 10.6.2010 02:30 Sex nýir bátar verið keyptir 10.6.2010 02:15 Kynnir drykkjuhefðir Íslendinga fyrir ferðamönnum Ölgerðin hóf í síðustu viku að kynna erlendum ferðamönnum drykkjuhefðir og menningu Íslendinga. 10.6.2010 02:00 Gríðarlegt tjón í miklum bruna 10.6.2010 01:15 Slökkviliðið glímir við vatnsskort í bruna Slökkviliðið á Selfossi glímir við vatnsskort og óskaði eftir aðstoð, samkvæmt heimildum Vísis.is. 9.6.2010 22:43 Ferðamaðurinn sem féll af Látrabjargi er látinn 9.6.2010 21:06 Björgunarsveit bjargar kindum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í gærkvöldi til að bjarga kind sem var í sjálfheldu með lamb sitt í Krísuvíkurbjargi, segir í frétt Víkurfrétta. 9.6.2010 20:29 Sjá næstu 50 fréttir
Tíðindalítið á gosstöðvunum Ekkert hefur sést til gosstöðvanna á Eyjafjallajökli í dag. Af og til mælast stöku litlir skjálftar undir og við toppgíginn og eru þeir yfirleitt grunnir, að því er kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans. 10.6.2010 16:36
Mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar Framkvæmdastjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu við fatlaða og lífsafkomu öryrkja. Stjórnin býður ríkisstjórninni aðstoð við að forgangsraða við fjárlagagerð næsta árs með jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi og þannig að koma megi í veg fyrir frekari skerðingar í velferðarkerfinu. 10.6.2010 16:06
Mannslát: Ekkert bendir til árásar Ekkert bendir til þess að karlmaður sem lést í Grafarholti í morgun hafi orðið fyrir árás sem leiddi til andláts hans. 10.6.2010 15:56
Mikið um björgunarstörf á Suðurnesjum Annríki hefur verið síðustu daga hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum við hin ýmsu verkefni. Verkefnin hafa bæði verið á sjó og landi. Þannig hafa björgunarmenn náð í sauðfé í sjálfheldu í Krýsuvíkurbjargi og þá hafa smábátar verið í vanda um allan sjó samkvæmt fréttasíðu Víkurfrétta, vf.is. 10.6.2010 15:34
Þarf að reyksprengja húsgögnin eftir svartan myglusvepp „Þeir lofuðu að hreinsa það sem hægt er að bjarga og koma því heim. En það var ekkert meira, þeir voru ekki að bjóða mér bætur eða niðurfellingar eða eitthvað svoleiðis," segir Margrét Andrésdóttir, einstæð þriggja barna móðir á Egilsstöðum. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudaginn þurfti Margrét að yfirgefa húsnæði sem Sveitarfélagið Fljótsdalshérað útvegaði henni eftir að svartur myglusveppur gerði vart við sig. Margrét missti nánast allt innbúið sitt og hún og börnin hennar urðu mikið veik í kjölfarið. 10.6.2010 14:34
Hjón sektuð fyrir að nota litaða díselolíu Hjón voru sektuð í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að hafa notað litaða díselolíu í stað bensíns. Um er að ræða brot á lögum um olíugjald og kílómetragjald. Lögreglan stöðvaði þau á Hrísmýri á Selfossi í janúar síðastliðnum. 10.6.2010 14:15
Fimm hjálparstarfsmenn á Haítí Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, kom til Haítí í dag þar sem hann mun starfa næstu vikur fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú fimm hjálparstarfsmenn á jarðskjálftasvæðinu, þar sem enn ríkir mikil og sár neyð. 10.6.2010 14:07
Pilturinn fundinn - var sofandi í bíl Piltur sem leitað hefur verið að í morgun og í dag er fundinn heill á húfi. Fannst hann í bifreið við sveitabæ um 5 kílómetrum frá sumarbústaðnum þar sem síðast sást til hans. Bóndinn á bænum fann piltinn sofandi í bílnum. 10.6.2010 13:42
Þriðjungur sendi Íslands-kynninguna Níu af hverju tíu svarendum í könnun MMR um viðhorf og þátttöku almennings í „Inspired by Iceland“ átaki ferðaþjónustunnar telja átakið vel heppnað. 10.6.2010 12:58
Segir Björn Val naga gamalt bein Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG, um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins og frambjóðenda flokksins. Björn Valur hóf umræðu um styrki Landsbankans og FL-Group til Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í hádeginu. 10.6.2010 12:40
Árni Þór Sigurðsson: Ég er ekki frú „Forseti vekur athygli þingmannsins á að sá forseti sem hér stendur er ekki orðinn frú ennþá,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, varaforseti Alþingis, þegar hann gerði athugasemd við ræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar. 10.6.2010 12:23
Flestir sleppa við að borga skatt af lánaleiðréttingu Fólk mun ekki þurfa að greiða skatt af leiðréttingu bíla - og íbúðalána - nema þeir einstaklingar sem hafa fengið yfir tíu milljónir króna afskrifaðar, og þau hjón sem hafa fengið yfir 20 milljónir króna niðurfelldar. Þetta kemur fram í frumvarpi sem fjármálaráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. 10.6.2010 12:05
Leitin engan árangur borið - 140 manns leita Um 140 björgunarsveitamenn af svæðinu frá Mosfellsbæ að Höfn í Hornafirði leita enn að Viktori Sigvalda Björgvinssyni sem fór frá sumarbústað í Landbroti í nótt. Leitin hefur engan árangur borið. Viktor Sigvaldi, sem er á tvítugsaldri, var við gleðskap í sumarbústað í nótt en fór þaðan á fjórða tímanum og hefur ekkert spurst til hans síðan. 10.6.2010 12:04
Morðið í Keflavík: Farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds Óskað verður eftir framlengingu gæsluvarðahalds yfir Ellerti Sævarssyni sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana í Keflavík 8. maí síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir Ellerti rennur út 14. júní. 10.6.2010 12:00
Styður ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gær. Tveir aðrir þingmenn Vinstri grænna hafa einnig lýst yfir andstöðu við frumvarpið. 10.6.2010 11:56
Mannslát: Litlir yfirborðsáverkar Karlmaður á fertugsaldri, sem fannst látinn á gangstétt í Grafarholtinu í morgun, var með litla yfirborðsáverka og margt bendir til þess að hann hafi fallið fram fyrir sig samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10.6.2010 11:53
Björn Valur: Siggi Kári skynjar ekki umhverfi sitt „Þetta kemur verulega á óvart. Ég skildi Sigurð Kára þannig að hann væri búinn að upplýsa um öll sín mál," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007. 10.6.2010 11:42
„Þetta er pólitísk hýðing“ Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær. 10.6.2010 10:48
Fannst látinn á gangstétt í Grafarholti Karlmaður á milli þrítugs og fertugs fannst látinn á gangstétt í Grafarholtinu snemma í morgun. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maður sem var á leiðinni til vinnu hefði komið auga á líkama mannsins á gangstéttinni og gert lögreglunni viðvart. 10.6.2010 10:34
Lögregla lýsir eftir Viktori Sigvalda Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Viktori Sigvalda Björgvinssyni. Hann fór frá sumarbústað í Landbroti um þrjú leytið í nótt. 10.6.2010 10:23
Kæra tefur framkvæmdir við Búðarháls Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, sem mikilvægt þótti að vinna í sumar, tefjast vegna niðurstöðu kærunefndar og hefjast í fyrsta lagi í haust. Niðurstaðan er vonbrigði fyrir Landsvirkjun, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 10.6.2010 10:04
Braust inn á meðan fólkið svaf Innbrotsþjófur var handtekinn í Vogahverfi í morgun en hann hafði farið inn um glugga og stolið tölvu á meðan heimilisfólkið svaf. Fólkið varð mannsins vart og gerði lögreglu viðvart sem handtók hann í nágrenninnu og flutti í fangageymslur. Þá fékk lögregla tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í vesturbæ Reykjavíkur en þar sást til tveggja manna sem voru að kíkja inn í bíla og inn um glugga húsa. Þegar lögregla hafði upp á þeim höfðu þeir rænt tveimur reiðhjólum og voru þeir því handteknir. 10.6.2010 08:47
Björgunarsveitir leita að illa klæddum manni í Landbroti Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi leita nú manns sem saknað er í Landbroti. 10.6.2010 08:28
Fjórtán ára kærir nauðgun Tvær nauðganir hafa á síðustu dögum verið kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 10.6.2010 07:00
Mikið tjón í bruna á Selfossi Mikið tjón varð í bruna þegar eldur kom upp í trésmíðaverkstæðinu Selósi á Selfossi um klukkan tíu í gærkvöldi. Lagði þykkan illþefjandi reyk yfir bæinn og var útlitið ekki gott þegar slökkvilið kom á staðinn að sögn Kristjáns Einarssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið lauk störfum um klukkan hálfþrjú í nótt og síðan þá hefur svæðið verið vaktað af lögreglu en rannsókn á orsökum brunans hefst í dag. Talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp í lakkklefa. 10.6.2010 06:53
Fulltrúi ríkis í stjórn Arion skilar ekki ársreikningum Fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka á og gegnir stjórnarformennsku í eignarhaldsfélagi sem hefur aldrei skilað ársreikningi. 10.6.2010 06:30
Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári. 10.6.2010 06:00
Sigurður Kári neitar að gefa upp styrki Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007. 10.6.2010 06:00
Tvískiptingin lifir góðu lífi Tekist var á um oddvitasætið í borginni og hafði Einar Skúlason þar betur en Óskar Bergsson. Engan veginn hefur gróið um heilt á milli þeirra, eða stuðningsmanna þeirra, og ljóst er að mikið verk er fyrir höndum ef sameina á flokksmenn í Reykjavík. Trúnaðarmenn hafa þó hist að kosningum afstöðnum. 10.6.2010 05:00
Fréttaskýring: Ísland þykir hentugt fyrir umskipunarstöð Fjöldi vísindamanna telur að íshellan á norðurpólnum sé að hverfa vegna hlýnunar sjávar. Hér heima eru allmörg ár síðan Þór Jakobsson veðurfræðingur tók að vekja athygli á þeim tækifærum sem bráðnun íssins hefði í för með sér fyrir siglingar. Þessa möguleika hefur Robert Wade, prófessor við London School of Economics, sagt skýra vinsamlegt viðhorf Kína til Íslands, smáríkis í norðri. 10.6.2010 05:00
Þrír starfsmenn ráðnir til Hörpu Ráðið hefur verið fólk til að halda utan um ráðstefnur, ljósabúnað og hljóðstjórn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík. 10.6.2010 04:45
Fólkið heyrir ekki í stjórninni Meðan þúsundir heimila sjá skuldir sínar aukast sýnist þeim að lítið sé að gert til að hjálpa þeim, á sama tíma og stórfyrirtæki fá risaskuldir afskrifaðar. Þetta segir séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. 10.6.2010 04:00
Hreiðrar um sig á flotbryggju Verið er að setja niður flotbryggju ásamt landgangi í fjörunni við Staðarhöfn í Reykhólasveit. Við framkvæmdirnar er notaður stór krani og loftpressa með tilheyrandi hávaða og umferð manna. 10.6.2010 03:15
Áhugaverð bók um Íslandssögu Harðasta áhugafólk um íslenska sögu og menningu gæti átt erfitt með sig við lestur bókar Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings um þjóðina í félagssögulegu samhengi frá fyrri öldum og fram yfir bankahrun. 10.6.2010 03:00
Keppa fyrir málstaðinn Íslandsdeild Amnesty International efna til vináttuleik í knattspyrnu næstkomandi sunnudag. Leikurinn er til stuðnings Stand Up United, alþjóðlegu keppnisliði sem berst fyrir mannréttindum um allan heim. 10.6.2010 03:00
Rifu í hár og potuðu í auga Tveir menn á fertugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að valda óspektum á almannafæri á Patreksfirði á síðasta ári. Þeir hafi verið „mjög æstir og ögrandi í framkomu við nærstadda", svo til ryskinga hafi komið. 10.6.2010 03:00
Fyrsta hrefnan gefin fátækum Útgerð og áhöfn hrefnuveiðibátsins Drafnar RE gaf Mæðrastyrksnefnd fyrstu veiddu hrefnu skipsins á yfirstandandi vertíð í gær. Hrefnuveiðimenn ehf. sáu um að koma kjötinu í neytendaumbúðir. Hrefnan gaf af sér um 800 kíló af kjöti. 10.6.2010 02:30
Kynnir drykkjuhefðir Íslendinga fyrir ferðamönnum Ölgerðin hóf í síðustu viku að kynna erlendum ferðamönnum drykkjuhefðir og menningu Íslendinga. 10.6.2010 02:00
Slökkviliðið glímir við vatnsskort í bruna Slökkviliðið á Selfossi glímir við vatnsskort og óskaði eftir aðstoð, samkvæmt heimildum Vísis.is. 9.6.2010 22:43
Björgunarsveit bjargar kindum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í gærkvöldi til að bjarga kind sem var í sjálfheldu með lamb sitt í Krísuvíkurbjargi, segir í frétt Víkurfrétta. 9.6.2010 20:29