Innlent

Tillögum um nýtt hús Landspítalans skilað

Hönnun á nýrri 66 þúsund fermetra byggingu fer á fullt í haust.
Hönnun á nýrri 66 þúsund fermetra byggingu fer á fullt í haust.

Gögnum vegna frumhönnunar nýs Landspítala var skilað inn til Ríkiskaupa í gær. Alls vinna fimm hönnunar­hópar að tillögum. Niðurstöður samkeppninnar verða gerðar opinberar 9. júlí.

Annars vegar taka tillögurnar til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild sinni og hins vegar til nýrrar 66 þúsund fermetra byggingar við spítalann. Þá er hluti verkefnisins að skoða frumhönnun á 10 þúsund fermetra byggingu fyrir Háskóla Íslands. Einungis er um frumhönnun að ræða nú og gert er ráð fyrir að hönnun hefjist af fullum krafti í ágúst. Alls sitja níu í dómnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×