Innlent

Leituðu í Draumnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði húsleit í söluturninum Draumnum á Rauðarárstíg í gærkvöldi. Tveir lögreglubílar fóru á staðinn og hópur lögreglumanna leitaði inni í versluninni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var leitað vegna kvartana um að Draumurinn væri að selja lyfseðilsskylda lyfið Rítalín. Málið er í rannsókn og vildi lögregla ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fréttastofa Stöðvar 2 fékk í janúar manneskju til að fara með falið upptökutæki inn í söluturninn og óskaði viðkomandi eftir að kaupa Rítalín. Afgreiðslumaðurinn í Draumnum sagði þá að lyfið væri ekki til í augnablikinu en kostaði venjulega þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×