Innlent

Telur bílafríðindi úr takti við aðhaldsaðgerðir

Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Hjörleifi Kvaran, forstjóra OR, vegna málsins í dag og í gær en hann hefur ekki gefið færi á viðtali og ekki svarað skilaboðum.
Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Hjörleifi Kvaran, forstjóra OR, vegna málsins í dag og í gær en hann hefur ekki gefið færi á viðtali og ekki svarað skilaboðum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, hefur komið á framfæri athugasemdum við stjórnendur Orkuveitunnar vegna bílafríðinda stjórnenda sem hún telur úr takti við aðhaldsaðgerðir borgarinnar. Málið er nú á borði Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, sem liggur undir feldi.

Eins og greint var frá í kvöldfréttum okkar í gær eru lúxusbifreiðar fjögurra stjórnenda fyrirtækisins hluti af samningsbundnum launakjörum þeirra, en í maí síðastliðnum, á sama tíma og boðaðar eru hækkanir á heitu vatni, festi Orkuveitan kaup á átta milljóna króna Mercedes Benz lúxusjeppa handa fjármálastjóra fyrirtækisins.

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, sagði að ný stjórn myndi taka við Orkuveitunni á þriðjudag og það væri því í verkahring hennar að móta launastefnu Orkuveitunnar. Hann kvaðst hafa rætt málið sérstaklega við Hjörleif Kvaran, forstjóra, og það sé hans að taka ákvörðun um bílafríðindi stjórnendanna, annarra en sjálfs sín.

Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Hjörleifi Kvaran vegna málsins í dag og í gær en hann hefur ekki gefið færi á viðtali og ekki svarað skilaboðum fréttastofu.

Mikil óánægja er vegna málsins meðal kjörinn fulltrúa allra flokka í borginni og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hefur gert athugasemdir við stjórnendur Orkuveitunnar vegna málsins en hún telur bílafriðindin úr takti við þær aðhaldsaðgerðir sem ráðist hafi verið í í borginni.

Fréttastofa óskaði í dag eftir viðbrögðum frá verðandi borgarstjóra Jóni Gnarr vegna málsins. Þau svör bárust frá aðstoðarmanni hans að Jón hefði ekki kynnt sér kjör stjórnendanna og því væri hann ekki í aðstöðu til að tjá sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×