Innlent

Dæmdur fyrir líkamsárás

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir að hafa slegið mann hnefahöggi á tjaldsvæði á Akureyri fyrir ári síðan, þjófnað, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot.

Refsing mannsins var hegningarauki við fyrri dóma en hann hefur margsinnis verið dæmdur fyrir fíkniefnabrot og umferðalagabrot.

Maðurinn var einnig sviptur ökuleyfi í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×