Innlent

Gert að bjóða út verk á EES

Dæmt í útboðsmáli á Búðarhálsvirkjun og Landsvirkjun þarf að fresta framkvæmdum.
Dæmt í útboðsmáli á Búðarhálsvirkjun og Landsvirkjun þarf að fresta framkvæmdum.
„Úrskurðurinn er mikil vonbrigði fyrir Landsvirkjun," segir Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs.

Verktakafélagið Glaumur ehf. og Árni Helgason ehf. voru saman lægstbjóðendur í upphafsverk Búðarhálsvirkjunar en var synjað af Landsvirkjun sökum þess að fyrirtækin uppfylltu ekki skilyrði útboðsgagna um hæfni.

Lægstbjóðendur lögðu fram kæru á hendur Landsvirkjun á þeim grundvelli að bjóða hefði átt verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Kærunefnd útboðsmála féllst á kröfuna sem Ragna Sara segir orsaka enn frekari tafir í framkvæmdum, en fyrst var áritaður samningur um byrjun framkvæmda í Búðarhálsvirkjun árið 2001.

„Ferlið sem fylgir því að bjóða út verk á Evrópska efnahagssvæðinu er tímafrekt og mun seinka framkvæmdaferlinu á þann hátt að það verður í fyrsta lagi hægt að byrja við Búðarhálsvirkjun á haustmánuðum þessa árs," segir hún.

Ekki er vitað um fjárhagslegt tjón Landsvirkjunar vegna málsins að svo stöddu, en öll verk sem uppfylla kröfur verða nú framvegis boðin út til EES.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×