Innlent

Vandamál eftir detox meðferðir

Dæmi eru um að fólk komi úr svokallaðri Detox meðferð í blóðþrýstingskrísu og sé lagt inn á bráðadeild Landspítalans, segir Svanur Sigurbjörnsson lyflæknir.

„Ég veit um dæmi að fólk hafi komið inn á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi þar sem það hefur verið í krísu vegna verkja, þar sem það hefur verið tekið af verkjalyfjum," segir hann.

Hann nefnir einnig að fólk hafi glímt við vandamál vegna of hás blóðþrýstings eftir að því var ráðlagt að hætta á blóðþrýstingslyfjum.

Svanur segir það mjög alvarlegt.

„Það ætti ekki að ráðleggja neinum að fara af þess konar lyfjum án samráðs við lækni," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×