Innlent

Áhugi á frekari rannsóknum

Áhugi er á því að gera frekari rannsóknir á áhrifum gossins á fiskistofna. Þó er erfitt að öðlast vissu um áhrifin.
Áhugi er á því að gera frekari rannsóknir á áhrifum gossins á fiskistofna. Þó er erfitt að öðlast vissu um áhrifin. Mynd/Vilhelm
Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar hafa áhuga á að kanna frekar áhrif gossins í Eyjafjallajökli á fiskistofna hér við land. Þó er talið ólíklegt að það takist að einangra þátt gossins frá öðrum áhrifavöldum á vöxt og viðgang fiskistofna við landið.

Eins og Fréttablaðið hefur sagt frá bendir tilraun í eldisstöð Hafró í Grindavík til að mengun vegna hlaupvatns og gosefna hafi dregið úr klaki um 12 prósent í Markarfljótssjónum og 40 prósent í Svaðbælissjónum miðað við ómengaðan sjó úr Faxaflóa.

Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að þar hafi menn áhuga á að gera frekari tilraunir og kanna áhrif ösku á lífið í hafinu. Líklega geti þó ekki orðið af því þetta árið. Alltaf verði erfitt eða útilokað að öðlast vissu um áhrif gossins á fiskistofna. Fjölmargir aðrir óvissuþættir í náttúrunni geti haft áhrif á stofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×