Innlent

Páll: Hugmyndir Jóns um arðbært hvítflibbafangelsi óraunhæfar

Jón Gnarr verðandi borgarstjóri.
Jón Gnarr verðandi borgarstjóri. Mynd/Anton
Hugmyndir Jóns Gnarr verðandi borgarstjóra um að skapa borginni tekjur með rekstri alþjóðlegs hvítflibbafangelsis ganga alls ekki upp. Rekstur fangelsa er ekki arðvænlegur og er ekki á hendi sveitarfélaga heldur ríkisins. Þetta segir forstjóri Fangelsismálastofnunnar um málið.

Í aðgerðaráætlun Besta flokksins stendur meðal annars að skoða eigi möguleika, í samvinnu við Fangelsismálastofnun, að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt "hvítflibbafangelsi," og vista þar gegn gjaldi sakamenn.

Um helgina spurði fréttastofa hann út í hvernig hann vildi auka tekjur borgarinnar. Sagðist hann þá hvorki vilja hækka útsvar né gjöld. Heldur leita annarra leiða til tekjuöflunnar. Sagðist Jón hafa rætt um hugmyndir sínar við þá sem fara með fangelsismál sem hafi tekið vel í hugmyndir sínar.

Á blaðamannafundi í Fangelsismálastofnun í dag kom meðal annars fram að kostnaður við hvern fanga hér á landi er um 8 milljónir og 800 þúsund á ári. Vegna þessa mikla kostnaðar sé mjög þýðingarmikið að endurkomum fanga sé haldið í lágmarki.

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálstofnunar, segist ekki fá séð hvernig fangelsi ættu að geta skapað Reykjavíkurborg tekjur.

Þá bendir hann á að það myndi skjóta skökku við að einangra menn erlendis frá hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×