Innlent

Bjarni Ben: Ríkisstjórnin boðar þjóðnýtingu

Bjarni sagði ríkisstjórnina boða þjóðnýtingu á vatnréttindum. „Þetta er ágreiningur um grundvallaratriði í hugmyndafræði," sagði Össur.
Bjarni sagði ríkisstjórnina boða þjóðnýtingu á vatnréttindum. „Þetta er ágreiningur um grundvallaratriði í hugmyndafræði," sagði Össur. Mynd/GVA
„Það blasir við mér að ríkisstjórnin vilji leggja núna upp með það að þjóðnýta vatnsréttindi landeigenda í landinu," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um vatnalögin á Alþingi í dag. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði málið snúast um grundvallaratriði í hugmyndafræði.

Í frumvarpi sem iðnaðarnefnd hefur til umfjöllunar er lagt til að vatnalögin verði felld úr gildi en miklar deilur urðu um efni laganna á þingi fyrir fjórum árum.

Bjarni og Össur tókust á um málið á þingfundi og sagði afar brýnt að afnema lögin frá 2006. Með þeim hafi einkaeignarrétti verið slegið á allt vatn á Íslandi. „Þetta er ágreiningur um grundvallaratriði í hugmyndafræði."

Bjarni sagði að það væri ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að slá einkaeignarrétti á öll vatnsréttindi hér á landi. Hann benti á að nú þegar færi ríkið með 60-70% allra vatnréttinda í landinu. Þá sagði Bjarni að leið ríkisstjórnarinnar komi til með að þýða eignaupptöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×