Innlent

Aðgengi bætt fyrir fatlað fólk

Breiðdalsá Bryggjuhylur er stórkostlegt dæmi um hina fjölbreyttu veiðistaði í Breiðdalsá.
Breiðdalsá Bryggjuhylur er stórkostlegt dæmi um hina fjölbreyttu veiðistaði í Breiðdalsá. mynd/þröstur elliðason
Veiðifélag Breiðdalsár hefur einsett sér að bæta aðgengi við ána með lagningu vegslóða og koma í veg fyrir að ökutækjum sé beitt á ósnortið land.

Ekki er þetta síst gert til að auðvelda hreyfihömluðu fólki að njóta veiða og samfélags um náttúruskoðun og er það boðið sérstaklega velkomið að ánni.

Þetta er hluti af nýrri umhverfisstefnu sem hefur verið mörkuð af veiðifélaginu og leigutaka árinnar.

Með nýrri umhverfisstefnu leggur veiði­félagið áherslu á að varðveita lífríkið og náttúruna við ána, stuðla að skapandi fiskrækt með seiðasleppingum af stofni árinnar og góðri umgengni þar sem virðing sé í fyrirrúmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×