Innlent

Setja þak á innheimtukostnað

Alþingi samþykkti í gær breytingar á lögum sem veita gjaldþrota einstaklingum heimild til að búa í íbúðarhúsnæði sínu í allt að tólf mánuði eftir nauðungarsölu, með leyfi skiptastjóra.

Einnig að eftir að eign hefur verið seld nauðungarsölu geti kröfuhafi ekki krafist greiðslu hærri eftirstöðva en sem nemur mismun á uppboðsverði og markaðsverði.

Þá eru í lögunum ákvæði um að sett verði þak á innheimtukostnað lögmanna og að innheimtukostnað megi ekki heimta af vanskilum afborgana og vaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×