Innlent

Metfjöldi útskrifast frá Háskóla Íslands

Mynd/Pjetur
Metfjöldi nemenda útskrifast frá Háskóla Íslands á morgun. Fyrir hádegi

verða brautskráðir kandídatar sem lokið hafa framhaldsnámi við skólann en þeir eru 670 talsins að þessu sinni. Síðar um daginn fer fram brautskráning 1110 nemenda sem lokið hafa grunnnámi. Heildarfjöldi kandídata er því 1780 að þessu sinni sem er mesti fjöldi sem brautskráður hefur verið frá Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×