Innlent

27% afbrotamanna fá annan dóm innan 2 ára

Um fjórðungur þeirra sem lauk afplánun árið 2005 var dæmdur að nýju innan tveggja ára, segir í frétt RÚV.

Í nýrri norrænni samanburðarrannsókn um endurkomu fanga kemur fram að 27% þeirra íslensku fanga sem luku afplánun fangelsisrefsinga fengu annan dóm innan tveggja ára og er aðeins Noregur með lægra hlutfall.

Af þeim sem hófu afplánun utan fangelsa þetta ár fékk hins vegar aðeins 16% fanga á Íslandi annan dóm innan tveggja ára og var það hlutfall hvergi lægra á Norðurlöndunum, segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×