Innlent

Mannslát: Var lifandi þegar hringt var í lögregluna

Göngustígurinn þar sem maðurinn fannst látinn.
Göngustígurinn þar sem maðurinn fannst látinn.

Karlmaður sem fannst látinn á göngustíg í Grafarholtinu í gærmorgun er talinn hafa látist af ofneyslu lyfja. Maðurinn féll fram fyrir sig og hlaut höfuðhögg.

Vegfarandi sem var á leiðinni til vinnu kom að manninum en þá var hann á lífi.

Vegfarandinn gerði lögreglu viðvart sem kom svo á vettvang stuttu síðar. Sjálfur hélt vegfarandinn að maðurinn væri ofurölvi. Maðurinn lést skömmu síðar.

Maðurinn var krufinn í morgun. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er talið líklegt að hann hafi látist af ofneyslu lyfja. Málið er hinsvegar enn í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×