Innlent

Íslandsdagur í Eistlandi

Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistslands.
Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistslands.
Eistar ætla að halda Íslandsdag hátíðlegan 21. ágúst 2011. Þetta kom fram í máli Toomas Ilves, forseta Eistlands, á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi.

Á næsta ári verða liðin tuttugu ár síðan Eistar endurheimtu sjálfstæði sitt. Af því tilefni verða mikil hátíðahöld í landinu sem ná hámarki 20. ágúst, daginn sem Eistar lýstu formlega yfir sjálfstæði. Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði landsins strax daginn eftir, fyrstir þjóða.

Þetta tilefni og sú staðreynd að Tallinn, höfuðborg Eistlands, verður ein af menningarborgum Evrópu á næstu ári, verður haldinn Íslandsdagur í borginni.Íslenskri tónlist, list og menningu verður gert hátt undir höfði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×