Innlent

Vilja að Hanna Birna verði forseti borgarstjórnar

Jón Gnarr tekur við sem borgarstjóri í næstu viku. Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að taka við sem forseti borgarstjórnar.
Jón Gnarr tekur við sem borgarstjóri í næstu viku. Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að taka við sem forseti borgarstjórnar. Mynd/Daníel Rúnarsson
Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fráfarandi borgarstjóra, að gegna embætti forseta borgarstjórnar á næsta kjörtímabili.

Besti flokkurinn og Samfylkingin vilja að minnihlutflokkarnir komi með einum eða öðrum hætti að stjórn borgarinnar og hafa nokkrar hugmyndir verið ræddar í því samhengi, þar á meðal að Hanna Birna verði forseti borgarstjórnar. Hún hefur ekki svarað boði meirihlutaflokkanna, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Ný borgarstjórn kemur saman þriðjudaginn 15. júní.

Hvorki náðist í Hönnu Birnu né Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×