Innlent

Nýjar leiðir í gæðamati á fiski

Við útskrift Dr. Tumi Tómasson forstöðumaður Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna, Dr. Guðrún Ólafsdóttir andmælandi, Lillian Chebet og Dr. Hjörleifur Einarsson prófessor við HA.
Við útskrift Dr. Tumi Tómasson forstöðumaður Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna, Dr. Guðrún Ólafsdóttir andmælandi, Lillian Chebet og Dr. Hjörleifur Einarsson prófessor við HA.
Fyrsti nemandinn frá Úganda við Háskólann á Akureyri, Lillian Chebet, lauk meistaranámi í auðlindafræði síðasta miðvikudag. Lillian hefur stundað nám sitt síðastliðin tvö ár á Akureyri fyrir tilstuðlan Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) eftir sex mánaða þjálfun í Reykjavík.

Meistaraverkefni Lillian ber heitið Rapid (alternative) methods for evaluation of fish freshness and quality og fjallaði um þróun á nýjum aðferðum til að meta fiskgæði.

Verkefnið tengist einnig gæðamati á Nílarkarfa sem veiðist í Viktoríuvatni, stærsta vatni Afríku, en það þekur landsvæði sem er um 65 prósent af flatarmáli Íslands. Um 200 fisktegundir lifa í vatninu og segir Lillian að námsfyrirkomulag sem þetta sé afar nauðsynlegt:

„Ég veit að ég á eftir að verða mikilvæg viðbót í starfsemina í Úganda þegar ég sný aftur heim," segir Lillian, en hún segist hafa öðlast ómetanlega reynslu og þekkingu í náminu sem muni koma heimalandi hennar til góða. Lillian vinnur hjá fiskveiðiþjálfunarstofnun í Entebbe, Úganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×