Fleiri fréttir

Lokað var á Álftanes í bönkum og sjóðum

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins Álftaness eru 495,3 prósent af heildartekjum árið 2009 og 626,2 prósent að frátöldum bókfærðum tekjum vegna sölu byggingarréttar. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Kergja í viðræðum og óvissa um samning

Mikil spenna var í aðalfundarsalnum í Bella Center í gær. Fulltrúar þróunarríkjanna, G77, voru gríðarlega óánægðir með hvernig haldið var á málum. Þeir komu hver á fætur öðrum í pontu um fundarstjórn og nýr fundarstjóri átti í erfiðleikum með að greiða úr flækjunni. Það tókst þó á endanum og örlítið meiri bjartsýni ríkti í lok dags en í gærmorgun.

Þrír bílar af skjölum til Ísafjarðar

Skjöl sem safnast hafa upp á 22 árum hjá embætti Ríkissaksóknara voru í gær ferjuð úr húsakynnum Ríkissaksóknara við Hverfisgötu í þrjá flutningabíla. Bílarnir munu síðan flytja skjölin til Ísafjarðar, þar sem þau verða framvegis geymd á vegum Þjóðskjalasafns.

LÍÚ fær 45 milljónir án þess að vilja þær

Hluti af aflaverðmæti á Íslandsmiðum rennur til samtaka útgerða í landinu, samkvæmt 23ja ára gömlum lögum. Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Landssamband smábátaeigenda hafa hvort um sig liðlega fjörutíu milljónir í tekjur af þessu gjaldi á ári. LÍÚ vill að þessari gjaldtöku verði hætt en smábátasjómenn eru sáttir við fyrirkomulagið.

Harðfiskurinn truflar Dani

Harðfiskur og annar þjóðlegur matur Færeyinga truflar starfsemi danskra pósthúsa fyrir jól hver. Starfsmenn þar óttast þá tíð þegar Færeyingar senda brottfluttum ættingjum og vinum matvæli að gjöf.

Ráðherraráðið skrifar undir samning

Íslensk stjórnvöld fóru formlega fram á það við Evrópusambandið í byrjun júní að vera með sameiginlegan loftslagskvóta með ESB gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherraráð ESB samþykkti þessa málaleitan í gær og ákvað að hefja samningaviðræður um nákvæma útfærslu samkomulagsins.

Segja óþarft að hækka álögur

„Við höfnum algjörlega þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram um hækkanir fasteignaskatta, útsvars og stórfellds niðurskurðar á þjónustu til að leysa rekstrarvanda sveitar­félagsins og vísum í því sambandi til boðaðra aðgerða ríkisstjórnar um auknar skattaálögur,“ segja bæjar­fulltrúar minnihluta Á-listans á Álftanesi.

Sendi Svandísi hvatningarbréf

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfis­ráðherra hvatningarbréf á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Þar er áréttað hversu brýnt ASÍ telji það vera að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar fyrir árslok 2009. Í bréfinu eru stjórnvöld hvött til að styðja tillögur Alþjóðasambands verkalýðs­félaga í tengslum við loftslagsráðstefnuna.

Meðalferðatími styst um þrjár til fjórar mínútur

Meðalferðatími á háannatíma í Reykjavík hefur styst um þrjár til fjórar mínútur fyrir hvern bíl á milli ára. Þetta er niðurstaða nýrra umferðartalninga umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sem fram fóru í nóvember.

Færði boðskap fólksins í salinn

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hélt ræðu, líkt og fjölmargir þjóðar­leiðtogar, í gær. Chavez var ánægður með mótmælendur fyrir utan ráðstefnuhöllina og nýtti ræðutíma sinn að hluta til að koma boðskap þeirra á framfæri. Það voru fyrst og fremst tvö slagorð sem heilluðu forsetann: „Breytið kerfinu, ekki loftslaginu!" og „Ef loftslagið væri banki væri búið að bjarga því." Chavez sagði þetta orð að sönnu. Hann sagði vofu á ferð í Kaupmannahöfn, vofu sem enginn þyrði að nefna en væri alltumlykjandi. Þetta væri vofa kapítalismans sem sósíalisminn einn gæti bjargað.

Vill fjölga héraðsdómurum

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur lagt til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið.

Kennarar vilja ekki sjá leið sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur sem gera myndu sveitar­félögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Sú leið sem er talin líklegust til árangurs felur í sér skerðingu á kennslu sem nemur þremur til fimm stundum á viku að hámarki.

Nýtt hlutafélag leigi ríkinu nýja Landspítalann

Alþingi heimilaði í gær undirbúning útboðs vegna leigu ríkisins á nýjum Landspítala við Hringbraut. Einnig veitti þingið ríkinu heimild til að stofna hlutafélag um byggingu nýja spítalans og til að veita félaginu lóðarréttindi við Hringbraut.

Telja Árborg stefna í tæknilegt þrot

Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Árborgar sögðu sig frá samstarfi við meirihlutann um gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og greiddu atkvæði gegn áætlun­inni þegar hún var samþykkt í gærkvöldi.

Efla og styrkja samstarfið

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Snorri Olsen tollstjóri undirrituðu í gær samstarfssamning milli Tollstjóraembættisins og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf stofnananna á ýmsum sviðum.

Fjárhagsaðstoðin aukin um tíu þúsund krónur

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur uppfært grunnfjárhæðir vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu með sama hætti og gert var í desember 2007 og desember 2008. Miðað við gengi vísitölu neysluverðs í nóvember 2009 nemur grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings 125.540 krónum og hækkar úr 115.567 krónum eða um 8,63 prósent. Aðrar grunnfjárhæðir hækka um sama hlutfall.

Kemur í veg fyrir hindranir

Samkeppniseftir­litið beinir því til Jóhönnu Sigurðar­dóttur forsætisráðherra í nýju áliti að hún beiti sér fyrir því að stjórnvöldum verði gert skylt að framkvæma staðlað samkeppnismat við undirbúning lagasetningar og stjórnvaldsfyrirmæla.

Ábending Ríkisendurskoðunar hunsuð

Ríkisendurskoðun telur að ríkisstjórnin hefði þurft að afla sér lagaheimildar fyrir því að semja við kröfuhafa um yfirtöku þeirra á Arion banka og Íslandsbanka. Slíka heimild skorti.

Þykir hafa tryggt aðkomu kvenna

Svandís Svavars­dóttir, tók í gær við viðurkenningu fyrir Íslands hönd frá regnhlífarsamtökum kvenna, Women and Gender Constituency.Verðlaunin voru veitt Íslandi og Gana fyrir að tryggja aðkomu kvenna að úrbótum í loftslagsmálum. Svandís hélt í gær erindi á málstofu um konur sem afl til breytinga.

Tók hass, hvítt efni og peninga

Lögreglan á Akureyri fann 120 grömm af hassi og smáræði af hvítum efnum í íbúð í Glerárhverfi í fyrrakvöld. Lögregla lagði að auki hald á peninga sem talið er líklegt að séu ágóði af fíkniefnasölu. Ein kannabisplanta var í ræktun í íbúðinni.

Hækka um allt að fimmtung

Allt tilbúið fiskafóður hjá Fóðurblöndunni hækkar um tíu til tuttugu prósent, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Hækkunin, sem er mismikil eftir tegundum, tekur gildi í dag, miðvikudaginn 16. desember.

Nýir mannbroddar í pakkann

Neytendasamtökin hafa á vef sínum, ns.is, tekið saman nokkrar jólagjafir sem þau mæla með.

Alþingi samþykkir opna heimild

sparisjóðir. Alþingi samþykkti í gær að veita ríkisstjórninni opna heimild til að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins.

KPMG styrkir Geðhjálp

KPMG á Íslandi og Geðhjálp hafa undirritað styrktar­samning um að KPMG gerist aðalstyrktaraðili Geðhjálpar næstu tvö árin. Styrkur KPMG nemur samtals þrem milljónum króna og vill félagið með því stuðla að eflingu geðheilbrigðis og gera Geðhjálp kleift að auka aðstoð við þá er kljást við geðræn vandamál. Geðhjálp gætir hagsmuna þeirra sem þurfa eða hafa þurft aðstoð vegna geðrænna vandamála, aðstandenda þeirra og annarra sem láta sig geðheilbrigðismál varða.- shá

Afríkuríkin ennþá ósátt

„Ein Afríka, eitt atkvæði, ein afstaða!“ Þetta kyrjuðu fulltrúar frá Afríku á göngum Bella Center í gær. Mikil spenna var yfir öllu, bæði inni og úti, þar sem mótmælendur tókust á við lögregluna.

Verðleggja þarf útblástur

John Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum og fyrrum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segist handviss um að Bandaríkjaþing muni samþykkja frumvarp sem taki verulega á loftslagsmálum. Deilir hann þeirri skoðun með Al Gore, fyrrverandi varaforseta, sem viðraði hana fyrr í vikunni.

Hedegård hætt sem forseti

Connie Hedegård lét af störfum í gær sem forseti loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Hún lýsti því yfir að ástæðan væri sú að svo mikið væri komið af þjóðarleiðtogum til Bella Center og því væri eðlilegt að þjóðarleiðtogi stýrði ráðstefnunni. Lars Lokke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tók við af Hedegård.

Fólksfækkunin vítahringur í Skaftárhreppi

Kreppan fyrir sunnan hefur ekki enn megnað að stöðva fólksflóttann úr sveitunum, ferðaþjónustan er að mestu aðeins sumarvinna og fjölbreyttari störf vantar. Fréttastofa Stöðvar 2 heldur áfram að fjalla um ískyggilega byggðaþróun í Skaftafellssýslum.

Lóðaúthlutanir hafa raskað samkeppni

Samkeppniseftirlitið beinir því til stjórnvalda að huga að samkeppnisjónarmiðum í tengslum við skipulagsmál og úthlutun lóða. Á heimasíðu þeirra segir að dæmi eru um að skipulagsákvarðanir og lóðaúthlutanir hafi raskað samkeppni og það sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna við því.

Tveggja og hálfsárs fangelsi fyrir smygl á eiturlyfjum

Tveir Pólverjar voru í dag dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig, fyrir að smygla tæplega sex þúsund töflum sem innihalda metamphetamín og PCP til landsins. Töflurnar voru faldar í niðursuðudósum en mennirnir voru að koma með flugi frá Póllandi þegar þeir voru gripnir. Annar þeirra sagðist hafa verið neyddur til þess að smygla dósunum en hinn sagðist hafa keypt þær á markaði í Varsjá og að hann hafi staðið í þeirri trú að í þeim væri aðeins kjötbúðingur.

Minna heimilissorp eftir hrun

Óflokkað heimilissorp í Reykjavík dróst saman um 14% fyrstu níu mánuði ársins 2009 í samanburði við árið 2008. Þá hefur magn í grenndargáma og bláu tunnuna fyrir pappír dregist saman um helming á tveimur árum. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

ASÍ harmar áformuð svik ríkisstjórnarinnar

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að virða ekki gerða samninga. Í ályktun miðstjórnar segir að samkvæmt stjórnarfrumvarpi um breytingar tekjuskattskerfinu þá áformi stjórnvöld að afnema verðtryggingu persónuafsláttar sem ASÍ samdi um við þáverandi ríkisstjórn í tengslum við endurskoðun kjarasamninga 2006.

Ítreka beiðni um Icesave skjöl

Þingmenn Hreyfingarinnar ítreka fyrri beiðni þeirra um að trúnaði verði aflétt af skjölum vegna Icesave málsins og fara auk þess fram á málefnaleg rök verði færð fyrir leyndinni.

Ætlar að sitja áfram í stjórn VR

Bjarki Steingrímsson hefur látið af störfum sem varaformaður VR eftir að stjórn félagsins samþykkti tillögu um vantraust á fundi sínum fyrr í dag. Þrátt fyrir það ætlar hann að sitja áfram í stjórn VR.

Leit að manninum hætt

Leit hefur verið hætt að manni sem saknað er eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Leitað hefur verið á svæðinu þar sem báturinn fórst. Björgunarsveitir af Austurlandi, nærstaddir bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í leitinni auk kafara.

Landsbankamaður kveðst vera saklaus

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsbankans, segist vera saklaus af ákærum um fjárdátt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur gerir launakröfu upp á 148 milljónir í þrotabú bankans.

Með hálft kíló af kókaíni í endaþarminum

Rúmenskur karlmaður var tekinn með rúmt hálft kíló af kókaíni við komuna til landsins um helgina. Maðurinn sem talar ungversku var að koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn en hann var með efnin innvortis.Þau munu hafa skilað sér tiltölulega hratt niður.

Vinningshafar í Lottóinu hafa gefið sig fram

Annar þeirra sem var með allar tölur réttar í Lottóinu um síðustu helgi og fékk rúmar 30 milljónir í sinn hlut, hefur gefið sig fram hjá Íslenskri getspá. Um er að ræða hjón með tvö börn og voru þau í sumarbústað á Flúðum, þar sem miðinn góði var keyptur.

Ögmundur vill kjósa strax um Icesave

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir að það sé staðreynd að flestir, ef ekki allir, þingmenn hafi komist að niðurstöðu í Icesave málinu. Hann vill því kjósa strax um málið því frekari tafir á Alþingi þjóni engum sýnilegum tilgangi.

Stjórn VR lýsir vantrausti á eigin varaformann

Stjórn VR samþykkti tillögu um vantraust á Bjarka Steingrímsson sem varaformann stjórnar félagsins á fundi í hádeginu í dag. Ástæðurnar eru trúnaðarbrestur og samstarfsörðugleikar. Ásta Rut Jónasdóttir var kjörin nýr varaformaður á fundinum.

Leitin hefur ekki borið árangur

Leit að manni sem er saknað eftir að bát hvolfdi í Fáskrúðsfirði í morgun hefur ekki borið árangur. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu taka sjö björgunarskip og sjö kafarar þátt í leitinni auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Viðbúnaður í Bústaðahverfi: Húsleit framkvæmd

Húsleit stendur nú yfir hjá manninum sem handtekinn var fyrr í dag, grunaður um að hafa verið vopnaður. Maðurinn og sambýliskona hans voru handtekinn og hefur hún verið flutt á brott en maðurinn, áður hefur komið við sögu lögreglu, er enn í húsinu á meðan húsleitin er framkvæmd.

Kristján Þór: Bankarnir seldir án heimildar

Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld séu að láta hlut sinn í Arion banka og Íslandsbanka af hendi án heimildar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir furðulegt að Vinstri grænir standi fyrir þessum vinnubrögðum, í ljósi gagnrýni þeirra á einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir