Innlent

Með hálft kíló af kókaíni í endaþarminum

Rúmenskur karlmaður var tekinn með rúmt hálft kíló af kókaíni við komuna til landsins um helgina. Maðurinn sem talar ungversku var að koma hingað til lands frá Kaupmannahöfn en hann var með efnin innvortis.Þau munu hafa skilað sér tiltölulega hratt niður.

Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21.desember og rannsókn er í fullum gangi. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið burðardýr en rannsóknin beinist meðal annars að því að finna tengilið mannsins hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×