Innlent

Leitin hefur ekki borið árangur

Leitin hefur ekki borið árangur. Mynd/Óðinn Magnason
Leitin hefur ekki borið árangur. Mynd/Óðinn Magnason

Leit að manni sem er saknað eftir að bát hvolfdi í Fáskrúðsfirði í morgun hefur ekki borið árangur. Öðrum skipverja var bjargað en hann hafði komist um borð í gúmmíbjörgunarbát.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og Landhelgisgæslunni taka sex björgunarskip og fjögur fiskiskip taka þátt í leitinni auk þyrlu Gæslunnar. Sjö kafarar eru einnig að störfum.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í morgun tilkynning um rautt ljós sem sást í námunda við eyjuna Skrúð í Fáskrúðsfirði.

Í kjölfarið voru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi kallaðar út. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var einnig kölluð út og haft var samband við nærstadda báta á svæðinu og þeir beðnir að svipast um eftir bát sem vitað var að væri við Skrúð. Að minnsta kosti fjórir bátar tóku þátt í leitinni auk björgunarbáta

Neyðarblyss sást klukkan hálf tíu frá Vattanesi og kom fiskibátur að gúmmíbjörgunarbát fimm mínútum síðar. Einn maður var um borð í bátnum og var hann heill á húfi en hafði hann misst af félaga sínum en tveir menn voru um borð í bátnum sem er saknað.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu verður reynt að draga bátinn sem hvolfdi til Reyðarfjarðar.

Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að björgunaraðgerðunum sé stýrt frá Vattanesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er tengiliður við viðbragðsaðila og þá sem taka þátt í leitinni, meðal annars úti á sjó.












Tengdar fréttir

Manns saknað eftir að bát hvolfdi

Manns er saknað eftir að bátur strandaði í Fáskrúðsfirði í morgun. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi voru kallaðar út og Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti kafara á Höfn í Hornafirði. Leit stendur yfir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×