Innlent

Tveggja og hálfsárs fangelsi fyrir smygl á eiturlyfjum

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness.

Tveir Pólverjar voru í dag dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi hvor um sig, fyrir að smygla tæplega sex þúsund töflum sem innihalda metamphetamín og PCP til landsins. Töflurnar voru faldar í niðursuðudósum en mennirnir voru að koma með flugi frá Póllandi þegar þeir voru gripnir. Annar þeirra sagðist hafa verið neyddur til þess að smygla dósunum en hinn sagðist hafa keypt þær á markaði í Varsjá og að hann hafi staðið í þeirri trú að í þeim væri aðeins kjötbúðingur.

Fyrir dómi kom fram að í fyrstu hafi verið talið að um E-töflur hafi verið að ræða en við rannsókn sem framkvæmd var á efnissýnum af rannsóknastofu Háskóla Íslands kom í ljós að töflurnar innihéldu blöndu af metamfetamíni og PCP. PCP gengur oft undir nafninu Englaryk og hefur það mjög sjaldan sést hér á landi, en það er skilgreint sem hættulegt vímuefni á borð við kókaín og Amfetamín.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að sakfella bæri menninna og voru þeir Marcin Piotr Gosz og Apoldeusz Wincenty Wroblewski, því dæmdir fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Frá refsingu ákærðu skal draga gæsluvarðhaldsvist, sem þeir hafa hvor um sig sætt óslitið frá 12. september 2009.






Tengdar fréttir

Með sex þúsund e-töflur í niðursuðudósum

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni á þrítugsaldri en hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla til landsins ásamt öðrum manni tæplega 6000 þúsund e-töflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×