Kennarar vilja ekki sjá leið sveitarfélaga 17. desember 2009 03:45 Krakkar í Flataskóla Ekki er síst tekist á um hvort fækkun kennslustunda rýri gæði skólastarfsins og hvort brotið sé á réttindum barna.fréttablaðið/gva Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur sem gera myndu sveitarfélögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Sú leið sem er talin líklegust til árangurs felur í sér skerðingu á kennslu sem nemur þremur til fimm stundum á viku að hámarki. Tillögurnar fela í sér að heimilað verði að stytta vikulegan kennslutíma, að heimilað verði að færa til kennslumagn á milli tímabila og að skólaárið verði stytt úr 180 dögum í 170. Allar leiðirnar eru taldar spara um 1,5 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst horft til þeirrar leiðar að stytta vikulegan kennslutíma, svokallaðrar 5-4-3 leiðar. Þar er vísað til þess hversu margar kennslustundir yrðu skornar af kennslu eftir aldri barna og færri eftir því sem barnið er yngra. Það sem er mikilvægt við þessa leið er að ekki þyrfti að hrófla við kjarasamningum. Stytting skólaársins krefst breytingar á kjarasamningum og heimildir Fréttablaðsins herma að sú leið hafi verið blásin út af borðinu vegna andstöðu kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að 5-4-3 leiðin komi ekki frekar til greina en stytting skólaársins. Þessi leið hafi verið farin á sínum tíma og kallað yfir þjóðina tímabil verkfalla og átaka. „Ég trúi því ekki að menntamálaráðherra láti sér detta það í hug að verða við þessu. Þetta er arfavitlaust.“ Eiríkur segir það ekki ganga upp að tala um hagræðingu í þessu sambandi því um sé að ræða grófan niðurskurð og þjónustuskerðingu sem verið sé að boða. Það skipti heldur engu máli að málið sé kynnt með þeim hætti að breytingarnar eigi aðeins að ná til tveggja ára. Sjálfgefið sé að ekki verði snúið til baka fyrr en eftir langan tíma. Svo séu þessar breytingar í grunninn brot á réttindum þeirra barna sem gangi í grunnskóla á þeim tíma sem þær nái til. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að verði þessum hugmyndum hafnað sé ljóst að hvert og eitt sveitarfélag verði að leita sinna eigin leiða til að ná þeirri miklu hagræðingu sem þurfi innan grunnskólans og sveitarfélagana í heild. Halldór undirstrikar að sveitarfélögin muni verja störf fram í rauðan dauðan. Hins vegar sé honum ljós afstaða kennara. Því megi segja að menntamálaráðherra sé á milli steins og sleggju. svavar@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur sem gera myndu sveitarfélögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Sú leið sem er talin líklegust til árangurs felur í sér skerðingu á kennslu sem nemur þremur til fimm stundum á viku að hámarki. Tillögurnar fela í sér að heimilað verði að stytta vikulegan kennslutíma, að heimilað verði að færa til kennslumagn á milli tímabila og að skólaárið verði stytt úr 180 dögum í 170. Allar leiðirnar eru taldar spara um 1,5 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er helst horft til þeirrar leiðar að stytta vikulegan kennslutíma, svokallaðrar 5-4-3 leiðar. Þar er vísað til þess hversu margar kennslustundir yrðu skornar af kennslu eftir aldri barna og færri eftir því sem barnið er yngra. Það sem er mikilvægt við þessa leið er að ekki þyrfti að hrófla við kjarasamningum. Stytting skólaársins krefst breytingar á kjarasamningum og heimildir Fréttablaðsins herma að sú leið hafi verið blásin út af borðinu vegna andstöðu kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að 5-4-3 leiðin komi ekki frekar til greina en stytting skólaársins. Þessi leið hafi verið farin á sínum tíma og kallað yfir þjóðina tímabil verkfalla og átaka. „Ég trúi því ekki að menntamálaráðherra láti sér detta það í hug að verða við þessu. Þetta er arfavitlaust.“ Eiríkur segir það ekki ganga upp að tala um hagræðingu í þessu sambandi því um sé að ræða grófan niðurskurð og þjónustuskerðingu sem verið sé að boða. Það skipti heldur engu máli að málið sé kynnt með þeim hætti að breytingarnar eigi aðeins að ná til tveggja ára. Sjálfgefið sé að ekki verði snúið til baka fyrr en eftir langan tíma. Svo séu þessar breytingar í grunninn brot á réttindum þeirra barna sem gangi í grunnskóla á þeim tíma sem þær nái til. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að verði þessum hugmyndum hafnað sé ljóst að hvert og eitt sveitarfélag verði að leita sinna eigin leiða til að ná þeirri miklu hagræðingu sem þurfi innan grunnskólans og sveitarfélagana í heild. Halldór undirstrikar að sveitarfélögin muni verja störf fram í rauðan dauðan. Hins vegar sé honum ljós afstaða kennara. Því megi segja að menntamálaráðherra sé á milli steins og sleggju. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira