Innlent

Alþingi samþykkir opna heimild

Alþingi samþykkti í gær að veita ríkisstjórninni opna heimild til að kaupa og selja hluti í innlendum sparisjóðum í tengslum við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins.

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu að heimildin væri „galopin", eins og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði. Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, sagði nauðsynlegt að fá fram hvert ríkissjórnin stefndi í málefnum sparisjóða og hverjar fyrirætlanir hennar séu vegna sparisjóðanna í landinu. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×