Kristján Þór: Bankarnir seldir án heimildar 16. desember 2009 13:19 Kristján Þór. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld séu að láta hlut sinn í Arion banka og Íslandsbanka af hendi án heimildar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir furðulegt að Vinstri grænir standi fyrir þessum vinnubrögðum, í ljósi gagnrýni þeirra á einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Kristján Þór Júlíusson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis greindi frá því á Alþingi í morgun, að á fundi fjárlaganefndar sem þá var nýlokið, hafi verið kynnt álit Ríkisendurskoðunar á framkvæmd framsals hlutafjár ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til kröfuhafa. Alþingi hafi afgreitt fjáraukalög í gærkvöldi án þess að þar væri heimildarákvæði um sölu hlutafjár bankanna. Stjórnarandstaðan hafi bent á að lítill tími hafi verið gefin til að fara yfir nauðsynleg gögn. „Enda kemur í ljós að þar er engin heimild til handa ríkisstjórninni fyrir sölu eða ráðstöfun á því hlutafé sem um ræðir. Þetta er staðfest í áliti Ríkisendurskoðunar sem segir afdráttarlaust að það þurfi að gera grein fyrir þessu í fjáraukalögum því hlutafélögin voru með 100% hlut ríkisins á sínum tíma," sagði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og sagði þessi vinnubrögð fjármálaráðherra undarleg í ljósi gagnrýni Vinstri grænna á einkavæðingu bankanna á sínum tíma og beindi orðum sínum að Birni Vali Gíslasyni þingmanni Vinstri grænna og varaformanns fjárlaganefndar. „Ég get svarað því neitandi að það stendur ekki til að Vinstrihreyfingin grænt framboð, eða sú ríkisstjórn sem er starfandi, afhendi vinum og kunningjum eignir ríkisins eins og gert hefur verið hér mörg undanfarin ár og áratugi. Því tímabili í sögu þjóðarinnar er vonandi lokið," sagði Björn Valur. Ekki væri um eiginlega sölu hlutafjár að ræða heldur hefðu kröfuhafar leyst til sín ákveðinn hlut í umræddum bönkum. Birgir Ármannsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hvatti stjórnarmeirihlutann til að fara varlega í afgreiðslu mála. „Gösslast áfram í nefndarstarfi. Menn gösslast áfram með það að markmiði að klára málin út eftir því hvað ráðuneytin segja." Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði vel hugsanlegt að hér væri um álitamál að ræða og þess vegna hefðu fulltrúar Ríkisendurskoðunar verið kallaðir fyrir fjárlaganefnd á morgun. „Hins vegar finnst mér auðvitað skrýtið að heyra þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma hér og tala að hér sé verið að gösslast daginn út og inn í gegnum þingið. Þessir þingmenn þekkja nú aldeilis gösslaraganginn. Voru það ekki þeir sem að gössluðust með Íslands til fjandans á 18 árum?" Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld séu að láta hlut sinn í Arion banka og Íslandsbanka af hendi án heimildar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir furðulegt að Vinstri grænir standi fyrir þessum vinnubrögðum, í ljósi gagnrýni þeirra á einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Kristján Þór Júlíusson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis greindi frá því á Alþingi í morgun, að á fundi fjárlaganefndar sem þá var nýlokið, hafi verið kynnt álit Ríkisendurskoðunar á framkvæmd framsals hlutafjár ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til kröfuhafa. Alþingi hafi afgreitt fjáraukalög í gærkvöldi án þess að þar væri heimildarákvæði um sölu hlutafjár bankanna. Stjórnarandstaðan hafi bent á að lítill tími hafi verið gefin til að fara yfir nauðsynleg gögn. „Enda kemur í ljós að þar er engin heimild til handa ríkisstjórninni fyrir sölu eða ráðstöfun á því hlutafé sem um ræðir. Þetta er staðfest í áliti Ríkisendurskoðunar sem segir afdráttarlaust að það þurfi að gera grein fyrir þessu í fjáraukalögum því hlutafélögin voru með 100% hlut ríkisins á sínum tíma," sagði Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og sagði þessi vinnubrögð fjármálaráðherra undarleg í ljósi gagnrýni Vinstri grænna á einkavæðingu bankanna á sínum tíma og beindi orðum sínum að Birni Vali Gíslasyni þingmanni Vinstri grænna og varaformanns fjárlaganefndar. „Ég get svarað því neitandi að það stendur ekki til að Vinstrihreyfingin grænt framboð, eða sú ríkisstjórn sem er starfandi, afhendi vinum og kunningjum eignir ríkisins eins og gert hefur verið hér mörg undanfarin ár og áratugi. Því tímabili í sögu þjóðarinnar er vonandi lokið," sagði Björn Valur. Ekki væri um eiginlega sölu hlutafjár að ræða heldur hefðu kröfuhafar leyst til sín ákveðinn hlut í umræddum bönkum. Birgir Ármannsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hvatti stjórnarmeirihlutann til að fara varlega í afgreiðslu mála. „Gösslast áfram í nefndarstarfi. Menn gösslast áfram með það að markmiði að klára málin út eftir því hvað ráðuneytin segja." Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði vel hugsanlegt að hér væri um álitamál að ræða og þess vegna hefðu fulltrúar Ríkisendurskoðunar verið kallaðir fyrir fjárlaganefnd á morgun. „Hins vegar finnst mér auðvitað skrýtið að heyra þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma hér og tala að hér sé verið að gösslast daginn út og inn í gegnum þingið. Þessir þingmenn þekkja nú aldeilis gösslaraganginn. Voru það ekki þeir sem að gössluðust með Íslands til fjandans á 18 árum?"
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira