Innlent

Vinningshafar í Lottóinu hafa gefið sig fram

Annar þeirra sem var með allar tölur réttar í Lottóinu um síðustu helgi og fékk rúmar 30 milljónir í sinn hlut, hefur gefið sig fram hjá Íslenskri getspá. Um er að ræða hjón með tvö börn og voru þau í sumarbústað á Flúðum, þar sem miðinn góði var keyptur.

Vinningurinn kom á 10 raða sjálfsvalsmiða. Að sögn talsmanns Íslenskrar getspár var fólkið eðlilega himinlifandi með vinninginn sem hlýtur að koma að góðum notum.

Hinn vinningsmiðinn var keyptur á bensínstöð við Ægisíðu og hefur sá heppni haft samband við Íslenska getspá og er búist við honum á næstunni til að sækja vinninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×