Innlent

Ráðherraráðið skrifar undir samning

Íslensk stjórnvöld fóru formlega fram á það við Evrópusambandið í byrjun júní að vera með sameiginlegan loftslagskvóta með ESB gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherraráð ESB samþykkti þessa málaleitan í gær og ákvað að hefja samningaviðræður um nákvæma útfærslu samkomulagsins.

Þetta kemur fram í pistli Péturs Reimarssonar, forstöðumanns stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sagt að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að taka að fullu upp loftslags- og orkulöggjöf sambandsins.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×