Innlent

Tók hass, hvítt efni og peninga

Lögreglan á Akureyri fann 120 grömm af hassi og smáræði af hvítum efnum í íbúð í Glerárhverfi í fyrrakvöld. Lögregla lagði að auki hald á peninga sem talið er líklegt að séu ágóði af fíkniefnasölu. Ein kannabisplanta var í ræktun í íbúðinni.

Húsráðandi, maður um tvítugt, var handtekinn vegna málsins og fluttur á lögreglustöð en sleppt að lokinni skýrslutöku. Málið er í rannsókn.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005, en það er símsvari sem má hringja í nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×