Innlent

Verðleggja þarf útblástur

bjartsýnn Kerry sagðist bjartsýnn á að það tækist að ná samkomulagi um grundvallaratriði í Kaupmannahöfn sem yrði að alþjóðasamningi næsta sumar.
nordicphotos/afp
bjartsýnn Kerry sagðist bjartsýnn á að það tækist að ná samkomulagi um grundvallaratriði í Kaupmannahöfn sem yrði að alþjóðasamningi næsta sumar. nordicphotos/afp

John Kerry, öldungadeildarþingmaður frá Bandaríkjunum og fyrrum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segist handviss um að Bandaríkjaþing muni samþykkja frumvarp sem taki verulega á loftslagsmálum. Deilir hann þeirri skoðun með Al Gore, fyrrverandi varaforseta, sem viðraði hana fyrr í vikunni.

Spurður út í andstöðu á þinginu við slíkt frumvarp, sagðist hann viss um að þingmenn skildu nauðsyn frumvarpsins og það yrði samþykkt í vor.

Kerry segist ekki í neinum vafa um að koma verði á kerfi þar sem útblástur koltvísýrings er verðlagður. Hann geti þó ekki lofað að slíkt verði inni í frumvarpinu, enn séu ólíkar hugmyndir uppi um leiðir. Hann segir alla hljóta að sjá að það sé Bandaríkjunum í hag að verða óháð með orku.

„Við eyðum milljörðum dollara á dag til að kaupa svart efni frá útlöndum, sem við brennum síðan og þurfum að eyða fjármunum í að hreinsa upp mengun.“ Mun skynsamlegra væri að nýta innlenda orkugjafa, það hlytu allir að sjá.

Kerry sagðist skynja að grundvöllur samkomulags væri fyrir hendi. Hann sagði gríðarlega mikilvægt að samið yrði um fjárstuðning til aðgerða strax. Hans ráð til Obama væru að forsetinn ætti þó að búa sig undir að kerfi til langtímastuðnings í loftslagsmálum yrði komið á fót.

Kaldhæðnislegt væri ef þriðji heimurinn myndi endurtaka þau mistök sem við skiljum nú að vestræn ríki hafi gert í fortíðinni. Sú yrði þó raunin fengju þau engan stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×