Innlent

Hækka um allt að fimmtung

Allt tilbúið fiskafóður hjá Fóðurblöndunni hækkar um tíu til tuttugu prósent, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær.

Hækkunin, sem er mismikil eftir tegundum, tekur gildi í dag, miðvikudaginn 16. desember.

„Ástæður hækkunarinnar eru fyrst og fremst gífurlegar hækkanir á fiskimjöli innanlands," segir í tilkynningunni og tekið er fram að fiskimjöl hafi hækkað um ríflega 100 prósent á síðustu tólf mánuðum. „Þessi hækkun mun hafa áhrif á aðrar fóðurblöndur félagsins sem innihalda fiskimjöl." - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×