Innlent

Minna heimilissorp eftir hrun

Í svartar tunnur í Reykjavík fer almennt sorp en þó ekki spilliefni, garðaúrgangur og stórir timbur og málmhlutir. Í bláar tunnur í Reykjavík fer pappír og pappi. Þær grænu eru fyrir umhverfisvænan úrgang.
Í svartar tunnur í Reykjavík fer almennt sorp en þó ekki spilliefni, garðaúrgangur og stórir timbur og málmhlutir. Í bláar tunnur í Reykjavík fer pappír og pappi. Þær grænu eru fyrir umhverfisvænan úrgang.
Óflokkað heimilissorp í Reykjavík dróst saman um 14% fyrstu níu mánuði ársins 2009 í samanburði við árið 2008. Þá hefur magn í grenndargáma og bláu tunnuna fyrir pappír dregist saman um helming á tveimur árum. Þetta kemur fram í frétt á vef umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Meginástæða breytinga sögð vera falin í bankahruninu því breytingin varð í október 2008. Minni neysla, betri nýting á mat og minni sóun sé stór þáttur í þessari breytingu en matarleifar séu um 22% þess sem fer í sorptunnur heimilanna.

„Almennt heimilissorp var í til að mynda 2.070.400 kg í september 2007, 2.111.100 í september 2008 og 1.830.140 kg í september 2009. Aftur á móti eru nóvembermánuðir 2008 og 2009 með svipuðu móti,“ segir í fréttinni.

Þar segir að magn efnis sem fari í grenndargáma og bláar tunnur hafi einnig dregist saman og sé nú svipað og það hafi verið árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×