Fleiri fréttir Bráðabirgðalög koma ekki til greina „Það hefur aldrei komið til greina og er ekki inni í myndinni að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög vegna athugasemdar Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvarana," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir 22.9.2009 17:09 Ekki búið að ráða ritstjóra Moggans Engin ákvörðun var tekin um eftirmann Ólafs Stephensen sem lét af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins í vikunni á stjórnarfundi Árvakurs sem var að ljúka. Óskar Magnússon útgefandi blaðsins vildi lítið gefa upp um hver yrðir eftirmaður Ólafs en búist var við að það yrði tilkynnt að loknum stjórnarfundinum. 22.9.2009 16:58 Svandís ræðir loftslagsmál á táknmáli Jafnréttisdagar hefjast í Háskóla Íslands á morgun með fyrirlestri Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. 22.9.2009 16:56 Sameiginlegi þingflokksfundurinn hafinn Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG hófst skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Þetta er í annað sinn sem þingflokkarnir funda sameiginlega en þeir funduðu saman í Þjóðminjasafninu í lok maí. 22.9.2009 16:38 Bændasamtökin vilja að spurningalisti ESB verði þýddur á íslensku Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalist framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarviðræðna Íslendinga verði þýddur á íslensku. Samtökin sendu utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis 11. september en ekkert svar hefur borist. Óskin hefur nú verið ítrekuð í nýju bréfi. 22.9.2009 16:17 Þriggja manna ráðherranefnd um efnahagsmál skipuð Skipuð hefur verið nefnd þriggja ráðherra um efnahagsmál sem ætlað er að samræma stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar á einstökum sviðum. 22.9.2009 16:04 Framsóknarmenn vilja aðgerðir til bjargar skuldsettum heimilum Þingflokkur framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að grípa tafarlaust til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum. Vandinn sé mikill og eykst dag frá degi. Þetta kemur fram í ályktun þingflokksins sem send var fjölmiðlum í dag. 22.9.2009 15:28 Hættir sem bæjarstjóri af persónulegum ástæðum Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, tilkynnti á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar í gær að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningunum í vor. Hún segir ástæðuna fyrst og fremst vera persónulega. 22.9.2009 14:54 Bæjarstjóri með hjartsláttartruflanir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri í Grindavík var lögð inn á Landspítalann í gær eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir. Hún fékk að fara heim í dag en var fyrirskipað af læknum að taka því rólega á næstunni og verður undir eftirliti. 22.9.2009 14:54 Lamdi konu í höfuðið með glasi 22 ára gamall karlmaður var fundinn sekur í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann lamdi 26 ára gamla konu í höfuð með glasi. Atvikið átti sér stað veitingastaðnum Kaffi Akureyri í lok maí á þessu ári en flytja þurfti konuna á sjúkrahús vegna áverka í andliti. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa barið konuna í höfuðið með glasi umrætt kvöld. 22.9.2009 14:29 Alvarleg staða í fangelsismálum Ríkið þarf í framtíðinni að veita meira fé í fangelsismál, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur formanns allsherjarnefndar. Staðan sé slæm. Það sé hins vegar ljóst miðað við fjármál ríkisins að finna verði lausn til bráðabirgða sem sé ekki of kostnaðarsöm. 22.9.2009 13:53 Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG Ríkisstjórnarfundi er nýlokið í Stjórnarráðinu en hann stóð óvenju lengi yfir. Að loknum fundi gáfu hvorki Jóhanna né Steingrímur færi á sér og ekki er vitað um dagskrá fundarins. Það var hinsvegar tilkynnt að sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingarinnar og VG verður haldinn á Nordica klukkan 16:00 í dag en þá munu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar einnig ræða við fjölmiðla. Steingrímur og Jóhanna sátu eftir í Stjórnarráðinu að loknum fundi og fóru yfir stöðu mála. 22.9.2009 13:12 Tvær rúður brotnar í Vestmannaeyjum Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið. Nokkur erill var í kringum skemmtanahald helgarinnar og eitthvað um stympingar. Hins vegar liggja engar kærur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. 22.9.2009 12:50 Óttaðist að yfirheyrslur færu á netið Sérstakur saksóknari bankahrunsins óttaðist yfirheyrslur yfir vitnum á hljóð og mynddiskum í Q-Finance málinu, kynnu að berast á netið, fengju verjendur grunaðra þau í hendur. 22.9.2009 12:36 Greina ekki verra viðmót í kreppunni Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að innflytjendum hér á landi hefur gengið illa að undanförnu að fá vinnu og að þeir óttist framtíðina batni efnahagsástandið ekki á næstunni. Mikill meirihluti innflytjenda telja viðmót til sín ekki hafa breyst eftir að kreppan skall á. Rauði krossinn stendur fyrir málþingi á eftir hádegi um stöðu innflytjenda á erfiðleikatímum undir yfirskriftinni: „Eru innflytjendur afgangsstærð?“ 22.9.2009 12:25 Um þriðjungur til í greiðsluverkfall Tæplega níutíu prósent þjóðarinnar væru reiðubúin að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í þágu heimilanna, samkvæmt nýrri Capacent könnun. Aðeins um þriðjungur er hins vegar til í að taka þátt í hópaðgerðum og fara í tímabundið greiðsluverkfall. 22.9.2009 12:08 Bolað út af markaðnum með aðstoð eftirlitsaðila Forsvarsmaður fyrirtækis sem annast löggildingar voga telur að samkeppnisaðilinn sé að bola fyrirtæki sínu út af markaðnum með aðstoð opinbers eftirlitsaðila. 22.9.2009 11:30 Óvenju langur ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnin situr nú á sínum vikulega fundi í Stjórnarráðinu í Reykjavík. Fundurinn er óvenju langur en búist er við að hann standi fram yfir hádegið. 22.9.2009 11:12 Ekið á búfé og skotið á álftir Sjö tilkynningar bárust lögreglu í vestfjarðaumdæmi í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á svæðinu og vill lögregla enn og aftur brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar á þjóðvegunum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli. 22.9.2009 09:19 Ýmsir vafasamir á götum borgarinnar Lögregla stöðvaði ökumann bifhjóls seint í gærkvöldi á Sæbrautinni fyrir of hraðan akstur. Mótorhjólið mældist á 125 kílómetra hraða á klukkustund sem er tvöfaldur hámarkshraði á þessum vegarkafla. 22.9.2009 07:11 Brotist inn í söluturn í Hafnarfirði Brotist var inn í söluturn í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglu er ekki ljóst á þessu stigi málsins hverju var stolið en þrír voru þó handteknir þegar líða tók á nóttina grunaðir um aðild að málinu. 22.9.2009 07:08 Sjóðurinn ræður við íbúðalán bankanna Forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) segir að í raun sé ekkert sem komi í veg fyrir það að sjóðurinn geti tekið við öllum húsnæðislánum bankanna svo fremi sem stjórnvöld veiti til hans auknu fé í samræmi við aukin umsvif. 22.9.2009 06:30 Krefjast 3 milljarða vegna vanefnda OR „Við ákváðum að bjóða þeim birginn,“ segir Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Klæðningar sem gerir 3,3 milljarða kröfu á Orkuveitu Reykjavíkur. 22.9.2009 06:00 Vinnumarkaður ósáttur við hægagang Verkalýðshreyfingunni þykir vinna við stöðugleikasáttmálann ganga heldur hægt. Hluti þeirra aðgerða sem þegar eiga að hafa litið dagsins ljós er á eftir áætlun. Hinn 1. nóvember á stórum áföngum að vera náð. Samráð hefur aukist og munu aðilar funda á morgun. 22.9.2009 06:00 Vona að ekki verði uppsagnir „Ég vona að það verði ekki uppsagnir,“ segir Rósa Helga Ingólfsdóttir, skattstjóri á Ísafirði, um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á uppbyggingu skattkerfisins í landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst fjármálaráðuneytið fækka skattstjórum úr níu í einn, auk ríkisskattstjóra. 22.9.2009 05:00 Hvalirnir orðnir 15 þúsund alls Skip Hvals hf. hafa komið með 117 langreyðar af þeim 150 sem leyfilegt er að veiða á þessari vertíð. Hvalur 9 og Hvalur 8 komu með fjögur dýr á sunnudaginn var að Hvalstöðinni í Hvalfirði sem náði þá sögulegum áfanga. 22.9.2009 05:00 Skálum á hálendinu lokað Skálar Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, í Hvanngili og Emstrum verða lokaðir í vetur rétt eins og í fyrra og er verið að loka þeim um þessar mundir að því er fram kemur á vef Ferðafélags Íslands. 22.9.2009 05:00 Fylla 2,5 milljónir lifrardósa Niðursuðuverksmiðja Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík verður rekin á fullum afköstum í vetur og er gert ráð fyrir að framleiddar verði 2,5 milljónir dósa af niðursoðinni fisklifur. 22.9.2009 04:30 Birgitta er fegin að losna við peningana „Peningar eru mesta böl sem grasrótarstarf getur fengið yfir sig. Þeir drepa sköpunarkraftinn. Þess vegna erum við bara fegin því að þeir verði eftir í Borgarahreyfingunni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, sem klauf sig úr Borgarahreyfingunni í síðustu viku. 22.9.2009 03:15 Hótaði manni lífláti Ofbeldisseggur gerði tilraun til þess að ræna mann í kvöld við bókabúð Máls og menningar í miðborg Reykjavíkur. Ofbeldisseggurinn steytti hnefa og hótaði þolandanum lífláti og líkamsmeiðingum ef hann léti ekki af hendi veski. 21.9.2009 23:46 Bíður staðfestingar á fréttum af Morgunblaðinu „Ég ætla að bíða með að tjá mig um fréttina þangað til hún er staðfest,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjás eins, aðspurð hvernig henni lítist á að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins. 21.9.2009 22:19 Fullyrt að Davíð verði ritstjóri Morgunblaðsins Fréttavefurinn Eyjan fullyrðir að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, verði næsti ritstjóri Morgunblaðsins. 21.9.2009 17:42 Yfir helmingi landsmanna stefnir í gjaldþrot Yfir helmingur þjóðarinnar stefnir í gjaldþrot eða nær endum saman með naumindum, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Mikill meirihluti styður hugmyndir um afnám verðtryggingar og niðurfærslu húsnæðislána. 21.9.2009 19:18 Fyrrum stjórnendur og aðaleigandi Kaupþings fá ekki tölvugögn Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnenda Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda bankans, um að fá afhent endurrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í máli gegn þeim sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. 21.9.2009 17:15 Vatnsberinn með amfetamín á Litla-Hrauni Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver og oft er kallaður Vatnsberinn, hlaut dóm í dag eftir að amfetamín fannst í fangaklefa hans á Litla-Hrauni í desember. Þór á að baki langan sakaferil allt frá árinu 1979 en hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson. 21.9.2009 16:59 Leigubílstjórar ósáttir við nýja leigubílastæðið í Hafnarstræti Leigubílstjórar eru margir hverjir ósáttir við þær breytingar sem gerðar hafa verið í miðborginni en leigubílaskýlið sem staðið hefur við Lækjargötu hefur verið flutt inn í Hafnarstræti. Jóhann Sigfússon formaður Bifreiðastjórafélagsins Átaks segist ekki vita um einn einasta leigubílstjóra sem sé sáttur við breytingarnar enda sé nýja staðsetningin afar slæm. Hann segir að leikubílstjórar muni flestir hunsa nýja stæðið. 21.9.2009 16:49 Össur fer á allsherjarþing SÞ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem sett verður miðvikudaginn 23. september. Utanríkisráðherra flytur aðalræðu fyrir Íslands hönd í allsherjarþinginu laugardaginn 26. september. Þá mun hann leiða fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja 23. september. 21.9.2009 16:35 Styttist í siðareglur ráðherra Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að stefnt sé að því að staðfesta sem fyrst siðreglur fyrir ráðherra, embættismenn og aðra starfsmenn stjórnsýslunnar. Almenningi gefst tækifæri að gera athugasemdir við reglurnar. 21.9.2009 16:10 Þingmannalaus Borgarahreyfing fær tugi milljóna Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum. 21.9.2009 15:38 Sveitarstjóri býður ráðherra VG velkomna í skoðunarferð Ráðherrar vinstri grænna hafa boðað friðlýsingu Gjástykkis en virðast ekki vita að sveitastjórnir á svæðinu hafi nýlega lagt til friðlýsingu á lang stærstum hluta þess og er orkuvinnsla aðeins heimil á um tveimur prósentum svæðisins samkvæmt nýlegu svæðisskipulagi. Sveitarstjóri Norðurþings býður ráðherra VG því velkomna norður til þess að kynna sér málin. 21.9.2009 14:33 Upplýsingavefur um aðildarumsókn Íslands Utanríkisráðuneytið opnaði nýverið upplýsingavef um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Á síðunni er meðal annars hægt að skoða og fylgjast með aðildarferlinu, skoða spurningalista framkvæmdastjórnar ESB til íslenskra stjórnvalda og málaflokka og uppbyggingu viðræðnanna. 21.9.2009 14:02 Íbúi við Hverfisgötu handtók fjóra brennuvarga Íbúi við Hverfisgötuna hljóp á eftir fjórum brennuvörgum eftir að þeir höfðu kveikt í mannlausu húsi við götuna í gærkvöldi. Náði hann að loka þá inni á veitingastaðnum Ítalíu og halda þeim þar til lögreglan kom á staðinn. Því var um að ræða svokallaða borgaralega handtöku. Um er að ræða börn á aldrinum 11 til 15 ára og mun lögregla vísa máli þeirra til barnaverndaryfirvalda. 21.9.2009 13:56 Forsetinn á heimsþingi Bills Clintons Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur í vikunni erindi í pallborðsumræðum á heimsþingi Clinton stofnunarinnar, Clinton Global Initiative, þar sem fjallað verður um hvernig fjármálamarkaðir geta þjónað almannaheill á heimsvísu. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að Ólafur Ragnar mun taka þátt í umræðum á þremur alþjóðlegum málþingum í New York og Washington í vikunni. Þá mun hann eiga fundi með þjóðarleiðtogum, sérfræðingum og áhrifafólki í alþjóðamálum, orkumálum, loftslagsmálum og á fleiri sviðum. 21.9.2009 13:38 Ungir menn í miður góðu ástandi festust í lyftu Lögreglan og slökkvilið komu sjö ungum mönnum til aðstoðar í fjölbýlishúsi í miðborginni aðfaranótt laugardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að mennirnir hafi allir verið í miður góðu ástandi og að drjúga stund hafi tekið að losa þá úr prísundinni. Ekki er að fullu ljóst hvað orsakaði bilunina en sjálfsagt hefur það haft sitt að segja að burðargeta lyftunnar miðast að hámarki við sex menn. 21.9.2009 13:36 Þjóðleikhússtjóri skipaður innan skamms Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, skipaði til að ræða við umsækjendur sem sóttu um stöðu Þjóðleikhússtjóra skilar af sér umsögn fyrir lok vikunnar. Í framhaldinu mun ráðherrann skipa í stöðuna. 21.9.2009 13:24 Sjá næstu 50 fréttir
Bráðabirgðalög koma ekki til greina „Það hefur aldrei komið til greina og er ekki inni í myndinni að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög vegna athugasemdar Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvarana," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir 22.9.2009 17:09
Ekki búið að ráða ritstjóra Moggans Engin ákvörðun var tekin um eftirmann Ólafs Stephensen sem lét af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins í vikunni á stjórnarfundi Árvakurs sem var að ljúka. Óskar Magnússon útgefandi blaðsins vildi lítið gefa upp um hver yrðir eftirmaður Ólafs en búist var við að það yrði tilkynnt að loknum stjórnarfundinum. 22.9.2009 16:58
Svandís ræðir loftslagsmál á táknmáli Jafnréttisdagar hefjast í Háskóla Íslands á morgun með fyrirlestri Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. 22.9.2009 16:56
Sameiginlegi þingflokksfundurinn hafinn Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG hófst skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Þetta er í annað sinn sem þingflokkarnir funda sameiginlega en þeir funduðu saman í Þjóðminjasafninu í lok maí. 22.9.2009 16:38
Bændasamtökin vilja að spurningalisti ESB verði þýddur á íslensku Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalist framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarviðræðna Íslendinga verði þýddur á íslensku. Samtökin sendu utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis 11. september en ekkert svar hefur borist. Óskin hefur nú verið ítrekuð í nýju bréfi. 22.9.2009 16:17
Þriggja manna ráðherranefnd um efnahagsmál skipuð Skipuð hefur verið nefnd þriggja ráðherra um efnahagsmál sem ætlað er að samræma stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar á einstökum sviðum. 22.9.2009 16:04
Framsóknarmenn vilja aðgerðir til bjargar skuldsettum heimilum Þingflokkur framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að grípa tafarlaust til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum. Vandinn sé mikill og eykst dag frá degi. Þetta kemur fram í ályktun þingflokksins sem send var fjölmiðlum í dag. 22.9.2009 15:28
Hættir sem bæjarstjóri af persónulegum ástæðum Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, tilkynnti á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar í gær að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningunum í vor. Hún segir ástæðuna fyrst og fremst vera persónulega. 22.9.2009 14:54
Bæjarstjóri með hjartsláttartruflanir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri í Grindavík var lögð inn á Landspítalann í gær eftir að hafa fengið hjartsláttartruflanir. Hún fékk að fara heim í dag en var fyrirskipað af læknum að taka því rólega á næstunni og verður undir eftirliti. 22.9.2009 14:54
Lamdi konu í höfuðið með glasi 22 ára gamall karlmaður var fundinn sekur í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann lamdi 26 ára gamla konu í höfuð með glasi. Atvikið átti sér stað veitingastaðnum Kaffi Akureyri í lok maí á þessu ári en flytja þurfti konuna á sjúkrahús vegna áverka í andliti. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa barið konuna í höfuðið með glasi umrætt kvöld. 22.9.2009 14:29
Alvarleg staða í fangelsismálum Ríkið þarf í framtíðinni að veita meira fé í fangelsismál, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur formanns allsherjarnefndar. Staðan sé slæm. Það sé hins vegar ljóst miðað við fjármál ríkisins að finna verði lausn til bráðabirgða sem sé ekki of kostnaðarsöm. 22.9.2009 13:53
Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG Ríkisstjórnarfundi er nýlokið í Stjórnarráðinu en hann stóð óvenju lengi yfir. Að loknum fundi gáfu hvorki Jóhanna né Steingrímur færi á sér og ekki er vitað um dagskrá fundarins. Það var hinsvegar tilkynnt að sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingarinnar og VG verður haldinn á Nordica klukkan 16:00 í dag en þá munu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar einnig ræða við fjölmiðla. Steingrímur og Jóhanna sátu eftir í Stjórnarráðinu að loknum fundi og fóru yfir stöðu mála. 22.9.2009 13:12
Tvær rúður brotnar í Vestmannaeyjum Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið. Nokkur erill var í kringum skemmtanahald helgarinnar og eitthvað um stympingar. Hins vegar liggja engar kærur fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. 22.9.2009 12:50
Óttaðist að yfirheyrslur færu á netið Sérstakur saksóknari bankahrunsins óttaðist yfirheyrslur yfir vitnum á hljóð og mynddiskum í Q-Finance málinu, kynnu að berast á netið, fengju verjendur grunaðra þau í hendur. 22.9.2009 12:36
Greina ekki verra viðmót í kreppunni Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir nýlega rannsókn sýna að innflytjendum hér á landi hefur gengið illa að undanförnu að fá vinnu og að þeir óttist framtíðina batni efnahagsástandið ekki á næstunni. Mikill meirihluti innflytjenda telja viðmót til sín ekki hafa breyst eftir að kreppan skall á. Rauði krossinn stendur fyrir málþingi á eftir hádegi um stöðu innflytjenda á erfiðleikatímum undir yfirskriftinni: „Eru innflytjendur afgangsstærð?“ 22.9.2009 12:25
Um þriðjungur til í greiðsluverkfall Tæplega níutíu prósent þjóðarinnar væru reiðubúin að taka þátt í að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir í þágu heimilanna, samkvæmt nýrri Capacent könnun. Aðeins um þriðjungur er hins vegar til í að taka þátt í hópaðgerðum og fara í tímabundið greiðsluverkfall. 22.9.2009 12:08
Bolað út af markaðnum með aðstoð eftirlitsaðila Forsvarsmaður fyrirtækis sem annast löggildingar voga telur að samkeppnisaðilinn sé að bola fyrirtæki sínu út af markaðnum með aðstoð opinbers eftirlitsaðila. 22.9.2009 11:30
Óvenju langur ríkisstjórnarfundur Ríkisstjórnin situr nú á sínum vikulega fundi í Stjórnarráðinu í Reykjavík. Fundurinn er óvenju langur en búist er við að hann standi fram yfir hádegið. 22.9.2009 11:12
Ekið á búfé og skotið á álftir Sjö tilkynningar bárust lögreglu í vestfjarðaumdæmi í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á svæðinu og vill lögregla enn og aftur brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar á þjóðvegunum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli. 22.9.2009 09:19
Ýmsir vafasamir á götum borgarinnar Lögregla stöðvaði ökumann bifhjóls seint í gærkvöldi á Sæbrautinni fyrir of hraðan akstur. Mótorhjólið mældist á 125 kílómetra hraða á klukkustund sem er tvöfaldur hámarkshraði á þessum vegarkafla. 22.9.2009 07:11
Brotist inn í söluturn í Hafnarfirði Brotist var inn í söluturn í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglu er ekki ljóst á þessu stigi málsins hverju var stolið en þrír voru þó handteknir þegar líða tók á nóttina grunaðir um aðild að málinu. 22.9.2009 07:08
Sjóðurinn ræður við íbúðalán bankanna Forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) segir að í raun sé ekkert sem komi í veg fyrir það að sjóðurinn geti tekið við öllum húsnæðislánum bankanna svo fremi sem stjórnvöld veiti til hans auknu fé í samræmi við aukin umsvif. 22.9.2009 06:30
Krefjast 3 milljarða vegna vanefnda OR „Við ákváðum að bjóða þeim birginn,“ segir Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Klæðningar sem gerir 3,3 milljarða kröfu á Orkuveitu Reykjavíkur. 22.9.2009 06:00
Vinnumarkaður ósáttur við hægagang Verkalýðshreyfingunni þykir vinna við stöðugleikasáttmálann ganga heldur hægt. Hluti þeirra aðgerða sem þegar eiga að hafa litið dagsins ljós er á eftir áætlun. Hinn 1. nóvember á stórum áföngum að vera náð. Samráð hefur aukist og munu aðilar funda á morgun. 22.9.2009 06:00
Vona að ekki verði uppsagnir „Ég vona að það verði ekki uppsagnir,“ segir Rósa Helga Ingólfsdóttir, skattstjóri á Ísafirði, um þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á uppbyggingu skattkerfisins í landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hyggst fjármálaráðuneytið fækka skattstjórum úr níu í einn, auk ríkisskattstjóra. 22.9.2009 05:00
Hvalirnir orðnir 15 þúsund alls Skip Hvals hf. hafa komið með 117 langreyðar af þeim 150 sem leyfilegt er að veiða á þessari vertíð. Hvalur 9 og Hvalur 8 komu með fjögur dýr á sunnudaginn var að Hvalstöðinni í Hvalfirði sem náði þá sögulegum áfanga. 22.9.2009 05:00
Skálum á hálendinu lokað Skálar Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn, í Hvanngili og Emstrum verða lokaðir í vetur rétt eins og í fyrra og er verið að loka þeim um þessar mundir að því er fram kemur á vef Ferðafélags Íslands. 22.9.2009 05:00
Fylla 2,5 milljónir lifrardósa Niðursuðuverksmiðja Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík verður rekin á fullum afköstum í vetur og er gert ráð fyrir að framleiddar verði 2,5 milljónir dósa af niðursoðinni fisklifur. 22.9.2009 04:30
Birgitta er fegin að losna við peningana „Peningar eru mesta böl sem grasrótarstarf getur fengið yfir sig. Þeir drepa sköpunarkraftinn. Þess vegna erum við bara fegin því að þeir verði eftir í Borgarahreyfingunni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, sem klauf sig úr Borgarahreyfingunni í síðustu viku. 22.9.2009 03:15
Hótaði manni lífláti Ofbeldisseggur gerði tilraun til þess að ræna mann í kvöld við bókabúð Máls og menningar í miðborg Reykjavíkur. Ofbeldisseggurinn steytti hnefa og hótaði þolandanum lífláti og líkamsmeiðingum ef hann léti ekki af hendi veski. 21.9.2009 23:46
Bíður staðfestingar á fréttum af Morgunblaðinu „Ég ætla að bíða með að tjá mig um fréttina þangað til hún er staðfest,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjás eins, aðspurð hvernig henni lítist á að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins. 21.9.2009 22:19
Fullyrt að Davíð verði ritstjóri Morgunblaðsins Fréttavefurinn Eyjan fullyrðir að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, verði næsti ritstjóri Morgunblaðsins. 21.9.2009 17:42
Yfir helmingi landsmanna stefnir í gjaldþrot Yfir helmingur þjóðarinnar stefnir í gjaldþrot eða nær endum saman með naumindum, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Mikill meirihluti styður hugmyndir um afnám verðtryggingar og niðurfærslu húsnæðislána. 21.9.2009 19:18
Fyrrum stjórnendur og aðaleigandi Kaupþings fá ekki tölvugögn Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnenda Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, sem var einn aðaleigenda bankans, um að fá afhent endurrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í máli gegn þeim sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. 21.9.2009 17:15
Vatnsberinn með amfetamín á Litla-Hrauni Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver og oft er kallaður Vatnsberinn, hlaut dóm í dag eftir að amfetamín fannst í fangaklefa hans á Litla-Hrauni í desember. Þór á að baki langan sakaferil allt frá árinu 1979 en hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson. 21.9.2009 16:59
Leigubílstjórar ósáttir við nýja leigubílastæðið í Hafnarstræti Leigubílstjórar eru margir hverjir ósáttir við þær breytingar sem gerðar hafa verið í miðborginni en leigubílaskýlið sem staðið hefur við Lækjargötu hefur verið flutt inn í Hafnarstræti. Jóhann Sigfússon formaður Bifreiðastjórafélagsins Átaks segist ekki vita um einn einasta leigubílstjóra sem sé sáttur við breytingarnar enda sé nýja staðsetningin afar slæm. Hann segir að leikubílstjórar muni flestir hunsa nýja stæðið. 21.9.2009 16:49
Össur fer á allsherjarþing SÞ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem sett verður miðvikudaginn 23. september. Utanríkisráðherra flytur aðalræðu fyrir Íslands hönd í allsherjarþinginu laugardaginn 26. september. Þá mun hann leiða fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja 23. september. 21.9.2009 16:35
Styttist í siðareglur ráðherra Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að stefnt sé að því að staðfesta sem fyrst siðreglur fyrir ráðherra, embættismenn og aðra starfsmenn stjórnsýslunnar. Almenningi gefst tækifæri að gera athugasemdir við reglurnar. 21.9.2009 16:10
Þingmannalaus Borgarahreyfing fær tugi milljóna Borgarahreyfingin mun að öllum líkindum fá á þriðja tug milljóna á ári hverju út kjörtímabilið í opinber fjárframlög þrátt fyrir að vera án þingmanna. Formaður flokksins segir að peningarnir muni koma að góðum notum. 21.9.2009 15:38
Sveitarstjóri býður ráðherra VG velkomna í skoðunarferð Ráðherrar vinstri grænna hafa boðað friðlýsingu Gjástykkis en virðast ekki vita að sveitastjórnir á svæðinu hafi nýlega lagt til friðlýsingu á lang stærstum hluta þess og er orkuvinnsla aðeins heimil á um tveimur prósentum svæðisins samkvæmt nýlegu svæðisskipulagi. Sveitarstjóri Norðurþings býður ráðherra VG því velkomna norður til þess að kynna sér málin. 21.9.2009 14:33
Upplýsingavefur um aðildarumsókn Íslands Utanríkisráðuneytið opnaði nýverið upplýsingavef um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Á síðunni er meðal annars hægt að skoða og fylgjast með aðildarferlinu, skoða spurningalista framkvæmdastjórnar ESB til íslenskra stjórnvalda og málaflokka og uppbyggingu viðræðnanna. 21.9.2009 14:02
Íbúi við Hverfisgötu handtók fjóra brennuvarga Íbúi við Hverfisgötuna hljóp á eftir fjórum brennuvörgum eftir að þeir höfðu kveikt í mannlausu húsi við götuna í gærkvöldi. Náði hann að loka þá inni á veitingastaðnum Ítalíu og halda þeim þar til lögreglan kom á staðinn. Því var um að ræða svokallaða borgaralega handtöku. Um er að ræða börn á aldrinum 11 til 15 ára og mun lögregla vísa máli þeirra til barnaverndaryfirvalda. 21.9.2009 13:56
Forsetinn á heimsþingi Bills Clintons Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur í vikunni erindi í pallborðsumræðum á heimsþingi Clinton stofnunarinnar, Clinton Global Initiative, þar sem fjallað verður um hvernig fjármálamarkaðir geta þjónað almannaheill á heimsvísu. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að Ólafur Ragnar mun taka þátt í umræðum á þremur alþjóðlegum málþingum í New York og Washington í vikunni. Þá mun hann eiga fundi með þjóðarleiðtogum, sérfræðingum og áhrifafólki í alþjóðamálum, orkumálum, loftslagsmálum og á fleiri sviðum. 21.9.2009 13:38
Ungir menn í miður góðu ástandi festust í lyftu Lögreglan og slökkvilið komu sjö ungum mönnum til aðstoðar í fjölbýlishúsi í miðborginni aðfaranótt laugardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að mennirnir hafi allir verið í miður góðu ástandi og að drjúga stund hafi tekið að losa þá úr prísundinni. Ekki er að fullu ljóst hvað orsakaði bilunina en sjálfsagt hefur það haft sitt að segja að burðargeta lyftunnar miðast að hámarki við sex menn. 21.9.2009 13:36
Þjóðleikhússtjóri skipaður innan skamms Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, skipaði til að ræða við umsækjendur sem sóttu um stöðu Þjóðleikhússtjóra skilar af sér umsögn fyrir lok vikunnar. Í framhaldinu mun ráðherrann skipa í stöðuna. 21.9.2009 13:24