Innlent

Bráðabirgðalög koma ekki til greina

Steingrímur J. Sigfússon segir ekki koma til greina að setja bráðabirgðalög vegna Icesave fyrirvaranna. Mynd/ Pjetur.
Steingrímur J. Sigfússon segir ekki koma til greina að setja bráðabirgðalög vegna Icesave fyrirvaranna. Mynd/ Pjetur.
„Það hefur aldrei komið til greina og er ekki inni í myndinni að ríkisstjórnin setji bráðabirgðalög vegna athugasemdar Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvarana," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir sameiginlegan þingflokksfund Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar í dag.

Það er ekki algengt að stjórnarflokkar haldi sameiginlega þingflokksfundi en það gerðist þó í maí síðastliðnum þegar haldinn var slíkur fundur í Þjóðminjasafninu.

Fundurinn hófst klukkan fjögur og stendur enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×