Innlent

Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru enn á fundi í Stjórnarráðinu.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru enn á fundi í Stjórnarráðinu.

Ríkisstjórnarfundi er nýlokið í Stjórnarráðinu en hann stóð óvenju lengi yfir. Að loknum fundi gáfu hvorki Jóhanna né Steingrímur færi á sér og ekki er vitað um dagskrá fundarins. Það var hinsvegar tilkynnt að sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingarinnar og VG verður haldinn á Nordica klukkan 16:00 í dag en þá munu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar einnig ræða við fjölmiðla. Steingrímur og Jóhanna sátu eftir í Stjórnarráðinu að loknum fundi og fóru yfir stöðu mála.

Líklegt er talið að verið sé að ræða setningu bráðabirgðalaga varðandi Icesave, lagasentingar sem kæmi til móts við óskir Breta og Hollendinga um breytingar á fyrirvörunum sem samþykktir voru á Alþingi í ágúst.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×