Innlent

Bíður staðfestingar á fréttum af Morgunblaðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir bíður frétta af tilvonandi ritstjóra Morgunblaðsins eins og aðrir áhugamenn um fréttir. Mynd/ Anton.
Sigríður Margrét Oddsdóttir bíður frétta af tilvonandi ritstjóra Morgunblaðsins eins og aðrir áhugamenn um fréttir. Mynd/ Anton.
„Ég ætla að bíða með að tjá mig um fréttina þangað til hún er staðfest," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, sjónvarpsstjóri Skjás eins, aðspurð hvernig henni lítist á að Davíð Oddsson verði ritstjóri Morgunblaðsins.

Eins og kom fram á fréttavefnum Eyjunni í dag verður Davíð næsti ritstjóri Morgunblaðsins en í upphafi þessa mánaðar var gengið frá samningi milli Árvakurs, útgáfufélags blaðsins, og Skjásins um að Skjár einn sendi út kvöldfréttir sem unnar verða af ritstjórn Morgunblaðsins.

Þá hefur Vísir heimildir fyrir því að til hafi staðið að Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri, myndi taka að sér fréttalestur á Skjá einum í fjarvistum aðalfréttalesarans, sem verður Inga Lind Karlsdóttir. Sigríður Margrét vildi ekki staðfesta þetta né heldur segja til um hvort Davíð Oddsson muni lesa fréttir á Skjá einum í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×