Innlent

Óvenju langur ríkisstjórnarfundur

Ríkisstjórnin situr nú á sínum vikulega fundi í Stjórnarráðinu í Reykjavík. Fundurinn er óvenju langur en búist er við að hann standi fram yfir hádegið.

Að sögn fréttamanns Vísis sem er í Stjórnarráðinu hafa einhverjir embættismenn komið á fund ríkisstjórnarinnar. Meðal annars er Indriði H. Þorláksson nýkominn í hús en hann er aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

Dagskrá fundarins hefur ekki verið gerð opinber en mörg stór mál þarf að ræða í ríkisstjórninni, ber þar hæst Icesavemálið svokallaða.

Fundurinn hófst í Stjórnarráðinu 9:30.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×