Innlent

Brotist inn í söluturn í Hafnarfirði

Brotist var inn í söluturn í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Að sögn lögreglu er ekki ljóst á þessu stigi málsins hverju var stolið en þrír voru þó handteknir þegar líða tók á nóttina grunaðir um aðild að málinu. Þar var um að ræða ungt fólk sem var statt í heimahúsi ekki langt frá þegar lögreglu bar að garði. Um ungt fólk er að ræða og voru þau öll í annarlegu ástandi þegar lögregla hafði hendur í hári þeirra. Þá fylgir sögunni að öll hafi þau komið við sögu lögreglu áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×