Innlent

Lamdi konu í höfuðið með glasi

Mynd/Haraldur Jónasson
22 ára gamall karlmaður var fundinn sekur í dag fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hann lamdi 26 ára gamla konu í höfuð með glasi. Atvikið átti sér stað veitingastaðnum Kaffi Akureyri í lok maí á þessu ári en flytja þurfti konuna á sjúkrahús vegna áverka í andliti. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa barið konuna í höfuðið með glasi umrætt kvöld.

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í dag í fjögurra mánaða skilorðbundið fangelsi og þá var honum gert að greiða konunni tæplega 225 þúsund krónur í bætur ásamt vöxtum. Hún fór fram á rúmlega 500 þúsund krónur í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×