Krefjast 3 milljarða vegna vanefnda OR 22. september 2009 06:00 Klæðning átti að sjá um lagningu nýrrar pípu frá Hellisheiðarvirkjun að vatnstönkunum á Reynisvatnsási en fyrirtækið varð frá að hverfa vegna rekstrarerfiðleika.Fréttablaðið/GVA „Við ákváðum að bjóða þeim birginn," segir Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Klæðningar sem gerir 3,3 milljarða kröfu á Orkuveitu Reykjavíkur. Klæðning krefst þess að Orkuveitan greiði 3,3 milljarða króna vegna uppgjörs á verkum sem rift var og í bætur vegna „afleiðinga gjörða OR". Kröfur Klæðningar eru vegna samninga tengdum Hellisheiðarvirkjun sem rift var. Þar af er sérstök sundurliðuð bótakrafa upp á tæplega 1,9 milljarða króna vegna tjóns sem Klæðning telur sig hafa orðið fyrir vegna afleiðinga af vanefndum Orkuveitunnar. Sigþór Ari segir að í apríl hafi legið fyrir að Orkuveitan hafi samþykkt um 150 milljóna króna reikninga vegna vinnu við Hellisheiðarvirkjun. „Rétt áður en átti að greiða þá fóru þeir í að endurmeta áður samþykkta og greidda reikninga í öðru verki. Þeir sögðu að þeir hefðu verið ofgreiddir og skuldajöfnuðu. Þar með stóðum við bara peningalausir og áttum eftir að borga laun og kaupleigu af tækjum og allt saman. Við teljum að þetta hafi verið algjörlega ólöglegt og það var enginn andmælaréttur gefinn," segir Sigþór. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing tók síðan vélar og tæki af Klæðningu sem í kjölfarið sagði sig frá Hellisheiðarverkinu. Rekstur fyrirtækisins stöðaðist. Sigþór segir lánardrottna nú orðna óþolinmóða. „Við vonum að kröfuhafar stökkvi á þetta mál með okkur og sýni okkur skilning. Eina vonin til að þeir fái eitthvað greitt er að þetta mál vinnist. Allt okkar eigið fé er farið í framkvæmdir fyrir Orkuveituna sem Orkuveitan hefur ekki borgað og við þurfum að sækja þá aftur. Við munum aldrei sleppa þeim við þetta," segir hann. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir kröfu Klæðningar fara til umfjöllunar hjá lögfræðingum. Sjálf telji Orkuveitan sig eiga kröfu á Klæðningu eftir að fyrirtækið gekk frá verki. „Í vor fór fram mikil úttekt á viðskilnaði Klæðningar. Endanlegt mat og uppgjör á honum mun væntanlega leiða til þess að við munum gera kröfu á Klæðningu," segir Eiríkur Hjálmarsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
„Við ákváðum að bjóða þeim birginn," segir Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Klæðningar sem gerir 3,3 milljarða kröfu á Orkuveitu Reykjavíkur. Klæðning krefst þess að Orkuveitan greiði 3,3 milljarða króna vegna uppgjörs á verkum sem rift var og í bætur vegna „afleiðinga gjörða OR". Kröfur Klæðningar eru vegna samninga tengdum Hellisheiðarvirkjun sem rift var. Þar af er sérstök sundurliðuð bótakrafa upp á tæplega 1,9 milljarða króna vegna tjóns sem Klæðning telur sig hafa orðið fyrir vegna afleiðinga af vanefndum Orkuveitunnar. Sigþór Ari segir að í apríl hafi legið fyrir að Orkuveitan hafi samþykkt um 150 milljóna króna reikninga vegna vinnu við Hellisheiðarvirkjun. „Rétt áður en átti að greiða þá fóru þeir í að endurmeta áður samþykkta og greidda reikninga í öðru verki. Þeir sögðu að þeir hefðu verið ofgreiddir og skuldajöfnuðu. Þar með stóðum við bara peningalausir og áttum eftir að borga laun og kaupleigu af tækjum og allt saman. Við teljum að þetta hafi verið algjörlega ólöglegt og það var enginn andmælaréttur gefinn," segir Sigþór. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing tók síðan vélar og tæki af Klæðningu sem í kjölfarið sagði sig frá Hellisheiðarverkinu. Rekstur fyrirtækisins stöðaðist. Sigþór segir lánardrottna nú orðna óþolinmóða. „Við vonum að kröfuhafar stökkvi á þetta mál með okkur og sýni okkur skilning. Eina vonin til að þeir fái eitthvað greitt er að þetta mál vinnist. Allt okkar eigið fé er farið í framkvæmdir fyrir Orkuveituna sem Orkuveitan hefur ekki borgað og við þurfum að sækja þá aftur. Við munum aldrei sleppa þeim við þetta," segir hann. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir kröfu Klæðningar fara til umfjöllunar hjá lögfræðingum. Sjálf telji Orkuveitan sig eiga kröfu á Klæðningu eftir að fyrirtækið gekk frá verki. „Í vor fór fram mikil úttekt á viðskilnaði Klæðningar. Endanlegt mat og uppgjör á honum mun væntanlega leiða til þess að við munum gera kröfu á Klæðningu," segir Eiríkur Hjálmarsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira