Innlent

Svandís ræðir loftslagsmál á táknmáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir ætlar að ræða um loftslagsmál á morgun.
Svandís Svavarsdóttir ætlar að ræða um loftslagsmál á morgun.
Jafnréttisdagar hefjast í Háskóla Íslands á morgun með fyrirlestri Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra.

Svandís mun flytja fyrirlestur á táknmáli um konur, karla og umhverfið. Mun Svandís ræða um mikilvægi þess að tryggja aðkomu kvenna að ákvarðanatöku um loftslagsmál. Svandís mun einnig fjalla um stöðu þróunarlanda frá sjónarhóli jafnréttis kynjanna.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 104 í Háskólatorgi á morgun klukkan 11:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×