Innlent

Alvarleg staða í fangelsismálum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður allsherjarnefndar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður allsherjarnefndar.
Ríkið þarf í framtíðinni að veita meira fé í fangelsismál, að mati Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur formanns allsherjarnefndar. Staðan sé slæm. Það sé hins vegar ljóst miðað við fjármál ríkisins að finna verði lausn til bráðabirgða sem sé ekki of kostnaðarsöm.

Allsherjarnefnd Alþingis fundaði í morgun um stöðu fangelsismála og fékk til sína fjölda gesta, þar á meðal Pál Winkel fangelsismálastjóra, Margréti Frímannsdóttur forstöðumann Litla-Hrauns og fulltrúa félags fangavarða.

Steinunn segir að vandamálið snúist um skort á fjárveitingum og plássleysi því föngum fjölgi og auk þess hafi dómar þyngst að undanförnu. Biðlistar haldi því áfram að lengjast.

Í gær var auglýst eftir húsnæði til leigu til tveggja ára undir fangelsi. Steinunn segir að um bráðabirgðalausn sé að ræða. Brýnt sé að finna lausn til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×