Innlent

Framsóknarmenn vilja aðgerðir til bjargar skuldsettum heimilum

Þrír af þingmönnum Framsóknarflokksins.
Þrír af þingmönnum Framsóknarflokksins. Mynd/Stefán Karlsson
Þingflokkur framsóknarmanna hvetur ríkisstjórnina til að grípa tafarlaust til aðgerða til bjargar skuldsettum heimilum. Vandinn sé mikill og eykst dag frá degi. Þetta kemur fram í ályktun þingflokksins sem send var fjölmiðlum í dag.

Þar segir að allar raunhæfar tillögur ríkisstjórnarflokkanna sem miða að því að aðstoða fólk í greiðsluvandræðum og leiðrétta skuldastöðuna verða skoðaðar með jákvæðu hugarfari af hálfu framsóknarmanna.

Þingflokkurinn skorar á stjórnvöld að leita samstöðu með öllum þeim sem lagt hafa málinu lið og benda sérstaklega í því samhengi á Hagsmunasamtök heimilanna og nýtilkominn átakshóp um skuldastöðu heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×