Birgitta er fegin að losna við peningana 22. september 2009 03:15 Þingmenn Borgarahreyfingarinnar upplýstu um úrsögn úr flokknum og stofnun Hreyfingarinnar á föstudag. fréttablaðið/vilhelm „Peningar eru mesta böl sem grasrótarstarf getur fengið yfir sig. Þeir drepa sköpunarkraftinn. Þess vegna erum við bara fegin því að þeir verði eftir í Borgarahreyfingunni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, sem klauf sig úr Borgarahreyfingunni í síðustu viku. Stjórnmálasamtök sem fá mann kjörinn á Alþingi fá árleg framlög úr ríkissjóði í hlutfalli við atkvæðamagn. Til skiptanna þetta árið voru, samkvæmt fjárlögum, rúmar 370 milljónir. Koma tæpar 27 milljónir króna í hlut Borgarahreyfingarinnar. Fjallað er um framlögin í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka sem samþykkt voru í desember 2006. Sigurður Eyþórsson, þáverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið til laganna. Hann segir hugsunina meðal annars hafa verið að gera mönnum kleift að tala við kjósendur sína á kjörtímabilinu og upplýsa þá um störf sín á Alþingi. Borgarahreyfingunni beri að fá peningana en staðan sé í meira lagi undarleg þegar engir séu þingmennirnir. „Ég viðurkenni að nefndin gerði sér ekki grein fyrir að þetta gæti gerst. Við ímynduðum okkur ekki að stjórnmálaflokkur gæti staðið uppi þingmannslaus á miðju kjörtímabili,“ segir Sigurður. Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er formaður nefndar sem skipuð var til að endurskoða lögin um fjármál stjórnmálasamtaka. Hann segir ríkisframlögin til skoðunar eins og annað í lögunum. „Það er sjálfsagt að skoða þetta í ljósi þessarar stöðu,“ segir Ágúst Geir. Auk framlaga til stjórnmálasamtaka fá þingflokkar sérstök framlög úr ríkissjóði. Þingflokkur Hreyfingarinnar fær rúmar fjórar milljónir króna. Þeim peningum er ætlað að standa undir ýmsum tilfallandi kostnaði, svo sem aðkeyptri sérfræðiráðgjöf. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, fær um átta hundruð þúsund krónur á ári í slíkar greiðslur. Birgitta Jónsdóttir segir flokk sinn ætla að berjast fyrir því að öll opinber framlög til stjórnmálaflokka verði lækkuð. Óverjandi sé að moka peningum í flokkana þegar efnahagsástandið er eins og það er. Um framlögin er fjallað í sérstökum lögum um fjármál stjórnmálaflokka en fjárhæðir eru ákveðnar árlega í fjárlögum. Miðað við framlög ársins 2009 nema ríkisútgjöld til stjórnmálaflokka rúmlega 1,7 milljörðum króna á kjörtímabilinu. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Peningar eru mesta böl sem grasrótarstarf getur fengið yfir sig. Þeir drepa sköpunarkraftinn. Þess vegna erum við bara fegin því að þeir verði eftir í Borgarahreyfingunni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, sem klauf sig úr Borgarahreyfingunni í síðustu viku. Stjórnmálasamtök sem fá mann kjörinn á Alþingi fá árleg framlög úr ríkissjóði í hlutfalli við atkvæðamagn. Til skiptanna þetta árið voru, samkvæmt fjárlögum, rúmar 370 milljónir. Koma tæpar 27 milljónir króna í hlut Borgarahreyfingarinnar. Fjallað er um framlögin í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka sem samþykkt voru í desember 2006. Sigurður Eyþórsson, þáverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið til laganna. Hann segir hugsunina meðal annars hafa verið að gera mönnum kleift að tala við kjósendur sína á kjörtímabilinu og upplýsa þá um störf sín á Alþingi. Borgarahreyfingunni beri að fá peningana en staðan sé í meira lagi undarleg þegar engir séu þingmennirnir. „Ég viðurkenni að nefndin gerði sér ekki grein fyrir að þetta gæti gerst. Við ímynduðum okkur ekki að stjórnmálaflokkur gæti staðið uppi þingmannslaus á miðju kjörtímabili,“ segir Sigurður. Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er formaður nefndar sem skipuð var til að endurskoða lögin um fjármál stjórnmálasamtaka. Hann segir ríkisframlögin til skoðunar eins og annað í lögunum. „Það er sjálfsagt að skoða þetta í ljósi þessarar stöðu,“ segir Ágúst Geir. Auk framlaga til stjórnmálasamtaka fá þingflokkar sérstök framlög úr ríkissjóði. Þingflokkur Hreyfingarinnar fær rúmar fjórar milljónir króna. Þeim peningum er ætlað að standa undir ýmsum tilfallandi kostnaði, svo sem aðkeyptri sérfræðiráðgjöf. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, fær um átta hundruð þúsund krónur á ári í slíkar greiðslur. Birgitta Jónsdóttir segir flokk sinn ætla að berjast fyrir því að öll opinber framlög til stjórnmálaflokka verði lækkuð. Óverjandi sé að moka peningum í flokkana þegar efnahagsástandið er eins og það er. Um framlögin er fjallað í sérstökum lögum um fjármál stjórnmálaflokka en fjárhæðir eru ákveðnar árlega í fjárlögum. Miðað við framlög ársins 2009 nema ríkisútgjöld til stjórnmálaflokka rúmlega 1,7 milljörðum króna á kjörtímabilinu. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira