Innlent

Styttist í siðareglur ráðherra

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að stefnt sé að því að staðfesta sem fyrst siðreglur fyrir ráðherra, embættismenn og aðra starfsmenn stjórnsýslunnar. Almenningi gefst tækifæri að gera athugasemdir við reglurnar.

Starfshópur sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skipaði í vor skilaði af sér drögum að siðareglum fyrir stjórnsýsluna í síðustu viku og hafa þau verið send til kynningar í ráðuneytunum.

Hópurinn átti að hafa hliðsjón af sambærilegum siðareglum sem settar hafa verið í nágrannalöndum Íslands sem og samþykktum reglum forsætisnefndar Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings.

Hrannar segir í skriflegu svari til fréttastofu að um næstu mánaðarmót verði drögin sett inn á heimasíðu forsætisráðuneytisins og almenningi gefinn kostur á að gera athugasemdir. „Stefnt er að því að reglurnar verði staðfestar sem fyrst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×