Innlent

Össur fer á allsherjarþing SÞ

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sækir 64. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem sett verður miðvikudaginn 23. september. Utanríkisráðherra flytur aðalræðu fyrir Íslands hönd í allsherjarþinginu laugardaginn 26. september. Þá mun hann leiða fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja 23. september.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti segir að á morgun sæki ráðherra jafnframt leiðtogafund um loftslagsbreytingar sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, boðar til.

Utanríkisráðherra mun einnig sitja fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál og aðgerðir til að hefta útbreiðslu kjarnavopna á fimmtudag, 24. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×