Innlent

Sameiginlegi þingflokksfundurinn hafinn

Frá þingflokksfundi stjórnarflokkanna í lok maí.
Frá þingflokksfundi stjórnarflokkanna í lok maí. Mynd/Anton Brink

Sameiginlegur þingflokksfundur Samfylkingar og VG hófst skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Þetta er í annað sinn sem þingflokkarnir funda sameiginlega en þeir funduðu saman í Þjóðminjasafninu í lok maí.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ræddu við fréttamenn í skamma stund áður en fundurinn hófst. Þau sögðu hugsunina með fundinum vera stilla saman strengi og fara yfir þau mál sem eru framundan.

„Þing verður sett að nýju eftir örfáa daga og tímabært að þingmenn stjórnarflokkanna beri saman bækur sínar og stilli saman strengi fyrir veturinn," segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsíðu sinni. Mikilvægt sé að þingmenn flokkanna eigi þess kost að ræða saman og skiptast á skoðunum um þau mál sem framundan eru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×