Innlent

Hættir sem bæjarstjóri af persónulegum ástæðum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ragnheiður Hergeirsdóttir.
Ragnheiður Hergeirsdóttir.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, tilkynnti á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar í gær að hún ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningunum í vor. Hún segir ástæðuna fyrst og fremst vera persónulega.

Ragnheiður hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2002. „Mér finnst tvö kjörtímabil vera fínn tími. Stjórnmálamenn gera það upp við sig á fjögurra ára fresti hvort þeir gefa kost á sér og þetta er mín ákvörðun. Það er svo ótal margt sem ég á eftir að gera í lífinu."

Þrátt fyrir þessa ákvörðun kveðst Ragnheiður ekki vera hætt í stjórnmálum. „Pólitík er partur af mér. Þó ég ætli ekki að gefa kost á mér til setu í bæjarstjórn þá stroka ég út minn pólitíska áhuga. Hann er til staðar. Þannig að ég mun starfa með Samfylkingunni af fullum krafti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×