Innlent

Upplýsingavefur um aðildarumsókn Íslands

Utanríkisráðuneytið opnaði nýverið upplýsingavef um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Á síðunni er meðal annars hægt að skoða og fylgjast með aðildarferlinu, skoða spurningalista framkvæmdastjórnar ESB til íslenskra stjórnvalda og málaflokka og uppbyggingu viðræðnanna.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir í pistli á upplýsingavefnum að aðildarviðræður Íslands við ESB verða langt og strangt ferli þar sem allir hlutaðeigandi hagsmunaðilar munu koma á málum. „Miklu skiptir að Íslendingar fylgist vel með frá upphafi til enda og taki upplýsta afstöðu til niðurstöðunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vona að þessi heimasíða nýtist sem best til þess."

Hægt er að skoða upplýsingasíðuna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×